Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Page 24
Tímarit Máls og menningar
Gunnar sem helsta talsmann norrænnar sameiningar til að flytja aðalræð-
una.
I endurminningum sínum telur Erlander að með þessum aðgerðum hafi
tekist að draga vindinn úr seglum vígbúnaðarsinna og þetta hafi verið einn
af hinum miklu dögum á stjórnmálaferli sínum.
Þessi ræða Gunnars er meira friðar- og andvígbúnaðarákall en aðrar ræð-
ur hans um sameiningu Norðurlanda.
Skandínavismi Gunnars er fyrst og fremst borinn uppi af sterkri nor-
rænni þjóðernishyggju. Hinn norræni kynstofn verður að sameinast um
menningarverðmæti sín og sameinast um að varðveita og verja frið í eigin
heimshluta.
Þó að boðskapur Gunnars virðist hafa notið töluverðrar hylli meðal nor-
rænna stúdenta er hitt jafnljóst að í röðum stjórnmálamanna og í blöðum
var yfirleitt litið á boðskap hans sem draumóra og vonsýnir skálds, og um
hann birtust ýmsar háðsglósur um fyrirhugað menningarlegt forystuhlut-
verk Islendinga og forsetadóm hans sjálfs í hinu nýja lýðveldi.
Og glósurnar um menningarforystu íslendinga voru e.t.v. ekki alveg út í
bláinn. Það mun hafa tengst skandínavismanum að undir lok þriðja áratug-
arins tók Gunnar til við stóraukna kynningu á íslandi, sögu þess og menn-
ingu í Danmörku. Hann gaf út bæklinginn Island - Land og Folk 1929 og
töluverða bók, Sagaoen 1935.
Mesta stórvirki hans í þessu efni var þó forganga hans um nýja þýðingu
helstu íslendinga sagna á dönsku sem kom út í þremur myndskreyttum
bindum 1930-32. Hér voru sögurnar þýddar á danskt nútímamál og hann
fékk til liðs við sig helstu ritsnillinga í hópi danskra skálda, t.a.m. Johannes
V. Jensen, Thoger Larsen, Knud Hjorto, Tom Kristensen og sjálfur þýddi
hann Grettis sögu. Málfarslegur og textafræðilegur ráðunautur útgáfunnar
var enginn annar en Jón Helgason.
Það er bersýnilegt af viðtölum við Gunnar í dönskum blöðum um þessa
útgáfu að hann ætlar henni tvíþætt erindi: Hér streymir frumlind hins nor-
ræna menningararfs og þessi lind er öllum opin ef sögurnar birtast á máli
nútímamanna.
Hin ákafa þjóðernis- og menningarlega Norðurlandahyggja Gunnars teng-
ist svo þegar kemur fram yfir 1930 afstöðu hans til Þýskalands. Er þá kom-
ið að fjórða og síðasta þættinum í hugmyndum Gunnars sem hér verður
minnst á. Um hann hefur lítt verið fjallað opinberlega, en þeim mun meir
hvíslað á laun, auk þess sem einstakar dylgjur og glósur birtust í blöðum.
414