Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Side 31
Gegn straumi aldar
Leit hans að þeirri sátt við lífið fólst í skilningi hans á örlagahugtakinu -
hlýðni mannsins við frumlög þau er framvinda tilverunnar hlítir og hlíta
verður. Orlagagrein sinni lýkur hann svo:
Sköpun er - á því villast flestir - aldrei aðeins uppfitjunin ein, heldur jöfnum
höndum og þó miklu fremur áframhaldið; það, sem er að gerast; - það, sem
vér á hverri stundu höfum handa á milli. Þessvegna er þáttur hvers einstaks
svo viðurhlutamikill. Enginn veit hvenær einmitt það, sem hann eða hún að-
hefzt ræður sköpum - langt framyfir það, sem einstaklingurinn eða umhverfi
hans megna að yfirlíta. -
Af slíkri alvöru litu menn eittsinn á tilveruna hér nyrðra. Svo göfug og um
leið óbrotin, og þó samtímis víðfeðm var norræn lífsskoðun. Tálvonir voru
engar við hana tengdar (nema ef nefna á drauminn um upptöku í flokk Ein-
herja). Þetta hérna er hið eiginlega líf, sagði hún við manninn: Þú og þessi
stund eruð hluti af kjarna tilverunnar. Þú ert þáttur skapa, er hafa verið, eru
og verða. I þér og gegnum þig skapar máttur lífsins. Þetta augnablik og loft-
ið, sem þú andar að þér og sem nærir þig eruð óaðskiljanlegur hluti eilífðar-
innar. Minnstu þess og hegðaðu þér í samræmi við þá vitund.
Var nú þetta konungsríki tryggt - eða varð bylting?
Einhver mesta ráðgátan í öllu höfundarverki Gunnars Gunnarssonar í
mínum augum er það að þessi frjói höfundur, sem kemur heim á besta aldri
sagnaskálds, fimmtugur að aldri, þagnar eftir heimkomuna. Eg kalla það
um höfund sem áður sendi frá sér bók á ári. Heiðabarmur hlýtur að hafa
verið nær fullsaminn við heimkomuna. Sálumessa er nánast bergmál og eft-
irhreytur, og litla bókin Brimhenda varð svanasöngurinn.
Hvað olli þögn skáldsins? Var það kannski menningarbylting - eða
menningarlost?
Sérhver menning þarfnast sinna þræla, sagði Gunnar einu sinni við mig.
Og hann útlistaði það nánar svo: Grikkir og Rómverjar höfðu sína þræla.
Við bændasynirnir vorum þrælar feðra okkar og stóðum undir gömlu
sveitamenningunni. Þrælar nútímamenningarinnar eru farandverkamenn-
irnir.
Þetta sagði hann. Hvað olli þögn hans?
Við því kann ég ekki svör, síst endanleg.
Eg skal þó nefna þrjú atriði sem mér detta stundum í hug til skýringar.
Ur sjóðandi fjölmiðlaheimi frægðaráranna í Danmörku, þar sem hann
var stjarna, hverfur hann inn í þögn og fásinni austfirskrar sveitar og fálæti
íslensks blaða- og tímaritaheims.
421