Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Síða 31

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Síða 31
Gegn straumi aldar Leit hans að þeirri sátt við lífið fólst í skilningi hans á örlagahugtakinu - hlýðni mannsins við frumlög þau er framvinda tilverunnar hlítir og hlíta verður. Orlagagrein sinni lýkur hann svo: Sköpun er - á því villast flestir - aldrei aðeins uppfitjunin ein, heldur jöfnum höndum og þó miklu fremur áframhaldið; það, sem er að gerast; - það, sem vér á hverri stundu höfum handa á milli. Þessvegna er þáttur hvers einstaks svo viðurhlutamikill. Enginn veit hvenær einmitt það, sem hann eða hún að- hefzt ræður sköpum - langt framyfir það, sem einstaklingurinn eða umhverfi hans megna að yfirlíta. - Af slíkri alvöru litu menn eittsinn á tilveruna hér nyrðra. Svo göfug og um leið óbrotin, og þó samtímis víðfeðm var norræn lífsskoðun. Tálvonir voru engar við hana tengdar (nema ef nefna á drauminn um upptöku í flokk Ein- herja). Þetta hérna er hið eiginlega líf, sagði hún við manninn: Þú og þessi stund eruð hluti af kjarna tilverunnar. Þú ert þáttur skapa, er hafa verið, eru og verða. I þér og gegnum þig skapar máttur lífsins. Þetta augnablik og loft- ið, sem þú andar að þér og sem nærir þig eruð óaðskiljanlegur hluti eilífðar- innar. Minnstu þess og hegðaðu þér í samræmi við þá vitund. Var nú þetta konungsríki tryggt - eða varð bylting? Einhver mesta ráðgátan í öllu höfundarverki Gunnars Gunnarssonar í mínum augum er það að þessi frjói höfundur, sem kemur heim á besta aldri sagnaskálds, fimmtugur að aldri, þagnar eftir heimkomuna. Eg kalla það um höfund sem áður sendi frá sér bók á ári. Heiðabarmur hlýtur að hafa verið nær fullsaminn við heimkomuna. Sálumessa er nánast bergmál og eft- irhreytur, og litla bókin Brimhenda varð svanasöngurinn. Hvað olli þögn skáldsins? Var það kannski menningarbylting - eða menningarlost? Sérhver menning þarfnast sinna þræla, sagði Gunnar einu sinni við mig. Og hann útlistaði það nánar svo: Grikkir og Rómverjar höfðu sína þræla. Við bændasynirnir vorum þrælar feðra okkar og stóðum undir gömlu sveitamenningunni. Þrælar nútímamenningarinnar eru farandverkamenn- irnir. Þetta sagði hann. Hvað olli þögn hans? Við því kann ég ekki svör, síst endanleg. Eg skal þó nefna þrjú atriði sem mér detta stundum í hug til skýringar. Ur sjóðandi fjölmiðlaheimi frægðaráranna í Danmörku, þar sem hann var stjarna, hverfur hann inn í þögn og fásinni austfirskrar sveitar og fálæti íslensks blaða- og tímaritaheims. 421
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.