Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Síða 38

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Síða 38
Tímarit Máls og menningar hindrar þó ekki að menn segi að búið sé að aðhæfa módernismann viðteknum og þægum sjónarmiðum, og jafnvel að hann sé „ríkjandi en dauður."3 Sé litið á hinar ótalmörgu yfirlýsingar síðustu áratuga um dauða mód- ernismans hlýtur mann að gruna að þetta óþol, þessi óbærilega þörf fyrir að taka þátt í bálförinni, sé í rauninni módernískt einkenni á hugmyndafræði nú- tímalistar, arfleifð frá baráttu módernistanna fyrr á öldinni og yfirlýsingum þeirra um dauða hefðbundinnar listar. I stefnuskrá fútúrismans frá 1909 segir Marinetti að söfn sé hægt að sækja heim einu sinni á ári, „rétt einsog maður fer í kirkjugarðinn á Allra sálna degi“, og hann segir að það að dást að „gamalli mynd er líktog að hella skynjun sinni í greftrunarkrukku".4 Jafnvel rósamari módernisti einsog Virginía Woolf sagði um realískar frásagnaraðferðir að þær væru hefðir í rúst, verkfæri dauðans.5 Er ekki augljóst að svo vægðarlaust upp- gjör við fortíðina hlýtur að vera óvilhallt sjálfu sér, óvægið hverju því atriði eigin sköpunar sem gat orðið eða varð að hefð? Ef til vill má skýra feril vissra rithöfunda út frá þessu sjónarmiði, t.d. James Joyce sem skrifaði æ róttækari verk, afneitaði hverju því marki sem hann var búinn að ná, uns hann að lokum virtist endanlega vera búinn að sprengja tungumálið í tætlur í Finnegans Wake. Er þá þetta andóf póstmódernismans gegn módernisma, sem telst viður- kenndur og sjálfvirkur, ekki bara eðlilegt áframhald módernisma? Benda má á að forskeyti post- þarf ekki að merkja að fyrirbærið sem orðstofninn vísar á sé liðið undir lok. Þegar notuð eru orð einsog „post-Renaissance“ sem lýsingar- orð, er yfirleitt ekki átt við að Endurreisnin sé úr sögunni, heldur er verið að benda á það skeið sem kemur í kjölfar þeirrar hugmyndabyltingar sem fólst í Endurreisninni. Ymsir fræðimenn líta einmitt á póstmódernisma fyrst og fremst sem einhverskonar nýmódernisma, svo notað sé hugtak breska bók- menntafræðingsins Frank Kermode. Hann fullyrðir að aðeins hafi orðin ein módernísk formbylting, og hún standi lítt högguð í nýmódernismanum á síðari hluta aldarinnar þótt þar einkennist hún af augljósari anarkisma og andsöguleg- um viðhorfum, að því er honum finnst. Að öðru leyti hefur verið „lítið um róttækar breytingar í módernískum hugmyndum. Meira rugl, vissulega, og næstum áreiðanlega fleiri brandarar, en engin bylting og miklu minna um hæfi- leika."6 Fleiri fræðimenn hafa talað í svipuðum tóni og myndi líklega margur listamaðurinn segja að þetta væri hið dæmigerða viðhorf akademíunnar, sem getur verið sátt við það sem er þegar að baki en hefur illan bifur á því sem rask- ar rónni í samtímanum. En til eru líka þeir sem sjá póstmódernismann sem framhald af módernism- anum fyrr á öldinni án þess að leggja neikvæðan dóm á slíka þróun. Fræði- mennirnir Julia Kristeva og Jean-Francois Lyotard sjá í módernisma aldarinnar samfellda byltingu hins listræna sköpunarmáttar. Hún felst að mati Kristevu í skáldskap sem sífellt kannar landamæri hins röklega skilnings og leitast við að brjóta ramma hans og splundra merkingunni sem við töldum sameiginlega menningareign. Kristeva telur þó að þetta komi fram á róttækari hátt hjá (póst) 428
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.