Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Síða 43

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Síða 43
Hvað er póstmódernismi? mest hafa skrifað um þetta efni þar vestra er bókmenntafræðingurinn Ihab Hassan. Hassan vinnur með mjög skýrar andstæður módernisma og póstmód- ernisma og setur þær jafnvel upp í lista. Módernísk verk eru lokuð og formföst, eiga sér skýran tilgang og miðpunkt merkingar og ganga útfrá væntingum les- enda. Póstmódernisminn er í róttækni sinni andstæða alls þessa.15 Nú kunna einhverjir að lyfta brúnum, þar sem póstmódernisma virðist hér ætlað sama hlutverk og módernismi er gjarnan talinn hafa gagnvart hefðbundnum skáld- skap, t.d. raunsæishefð í sagnagerð. Jafnframt er ljóst að viðbrögð við módern- ískum verkum ganga oft þvert á formlýsingar Hassans og Eliots. Þrátt fyrir vit- und um styrjaldir og aðrar nútímaógnir sjá samt margir í samtímanum skyn- samlegt skipulag á meðan þeir líta ringulreið og óskapnað í skáldverkum módernismans. Hér sést vel hvernig notkun hugtaka endurspeglar átök um merkingu strauma í bókmenntasögunni. Fyrr í þessari grein lýsti ég allt öðrum skilningi á módernisma, að nokkru með hliðsjón af kenningum Adornos. Fyrir þá sem vilja leggja áherslu á byltingarsinnaða fagurfræði samtímalistar getur hinsvegar legið beint við að samþykkja það íhaldssama „afbrigði“ módernisma sem ritgerð Eliots var fyrirboði um og sjá má í verkum Hassans og ýmissa ann- arra. Sé módernismi skilinn og túlkaður í slíku samhengi, verður jafnframt til rúm handa „okkar“ list, póstmódernisma — sem þó er vel að merkja skilinn út- frá öðrum forsendum. Eg held því að mikilvægt sé að gera sér ætíð grein fyrir forsendum þeim er liggja að baki „þrengingu" módernisma-hugtaksins hverju sinni. I umræðu um myndlist má oft sjá þetta gerast þegar hugmyndir um mód- ernisma ganga út frá afstraktlist. Enn sæki ég mér dæmi vestur um haf. Þar hafa tveir af áhrifamestu myndlistargagnrýnendum síðustu áratuga, Clement Green- berg og Michael Fried, fjallað mikið um afstraktlist og jafnframt orðið þekktir sem helstu túlkendur módernisma í myndlist. Og það er gegn „þeirra" mód- ernisma sem forsvarsmenn póstmódernisma hafa iðulega snúist. I þekktri rit- gerð segir Greenberg sem svo að módernismi felist í leit að sérkennum hverrar listgreinar, sem þannig „verði ‘hrein’ og finni í ‘hreinleika’ sínum tryggingu fyrir gæðum sínum sem og sjálfstæði sínu“.16 Ef gengist er inná þetta sjónarmið sýnist augljóst að afstraktmálverkið sé hápunktur módernisma. Þetta gengur jafnvel svo langt að „módernískt“ og „afstrakt“ fer að tákna eitt og hið sama og um leið verður módernismi að margra mati íhaldssöm staðfesting listhugtaksins sem slíks og stendur þannig fyrir list sem hlýtur réttlætingu sína frá hefð en ekki róttækri samtímasköpun sem sífellt dregur mörk listarinnar í efa. „Hrein- leiki“ listarinnar verður varnarmúr sem skilur hana frá öðru veraldarvafstri. I fljótu bragði sýnist mér þessi þrenging módernisma-hugtaksins einnig hafa átt sér stað hér á landi. Til dæmis má nefna að í blaðaviðtali við framsækinn málara, Helga Þorgils Friðjónsson, í tilefni af sýningum hans í Reykjavík í fyrra, var lögð fyrir hann eftirfarandi spurning: „I myndum þínum og margra annarra yngri listamanna í dag má sjá visst uppgjör við módernismann, sem 433
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.