Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Síða 49

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Síða 49
Hvað er póstmódernismi? sem hefur þróast milli listaheimsins og þeirrar þolandastöðu sem almenningur er í gagnvart hverskyns fjöldaframleiddum boðskiptum? Skemmtilegt væri að geta svarað þessu játandi og lokið umræðunni með því að taka undir þær bjart- sýnu kenningar um brúarsmíð póstmódernismans sem reifaðar hafa verið í þessum kafla. En . . . Nostalgía eða ný söguhyggja? Hefur brúarsmíðin haft einhver áhrif á afþreyingariðnaðinn? Er hann ekki að mestu leyti í óbreyttri stöðu? Og hver er afstaða hinna samhæfðu verka til þessa iðnaðar að öðru leyti en því að þau sækja til hans formúlur? Til þess að ganga ekki alveg inn í formúlurnar þurfa þau að skapa og vera meðvituð um ákveðinn mun á sér og þeim. Samhæfingin getur því ekki orðið fyrirvaralaust, á þeim „saklausu" forsendum sem Leslie Fiedler gerir ráð fyrir, öðru nær, því inn í slík verk er byggð sjálfsvitund sem ber lesanda þau boð að verið sé að stæla hefðbundin form og honum gefist kostur á að taka þátt í þeim leik. Oft leiðir þetta til þess að verkið tekur eigin merkingargrundvöll til athug- unar, viðurkennir jafnvel opinskátt að það sé skáldskapur. Sögumaður eða persónur fara með gest sinn, lesandann, í e.k. skoðunarferð um húsakynni sín, verkið sjálft. I verkum Guðbergs Bergssonar og Thors Vilhjálmssonar má iðu- lega sjá tilhneigingar í þessa átt og þetta er megineinkenni á skáldsögu Jakobínu Sigurðardóttur / sama klefa. Frægt dæmi um slík látbrögð er Astkona franska lautinantsins eftir Fowles, en sögumaður hans spyrnir t.d. við fótum og segir að saga sín sé „tóm ímyndun, þessar persónur sem ég skapa hafa aldrei verið til nema i höfðinu á mér.“28 Sumir telja slíka sjálfvísandi texta vera einkennandi fyrir stöðu sagnagerðar á síðustu áratugum og jafnvel það sem helst markar at- hafnasvið póstmódernismans.29 En slík sjálfsvitund beinist einnig að þeim hefðbundnu formum sem unnið er með, t.d. framangreindum formúlubókmenntum, og þar kemur berlegast í ljós að leikurinn með lesandanum grundvallast á íróníu. Hér komum við aftur að því sem sumum finnst vera aðal póstmódernismans: að hann leiði mikilvægar hefðir fram á sjónarsviðið en grafi jafnframt undan hæfni þeirra til að skýra veruleikann. Sama íróníska afstaðan nær oft til fortíðarinnar, sögunnar. Póst- módernisminn bregður upp myndum úr sögunni, en lætur um leið í ljós að þetta „afturhvarf" skili ekki réttum eða sönnum myndum, heldur hagræddri eða jafnvel „skáldaðri" frásögn - sem sé þó eina myndin sem okkur er aðgengileg. Umberto Eco segir í áðurnefndu riti að róttækur módernismi, framúrstefnu- list, gangi of langt í að eyðileggja fortíðina og afneiti henni jafnvei með öllu. Að vísu byggjast ýmis fræg módernísk verk á gríðarlegum ferðalögum um forna tíð, sögulega viðburði, goðsögur og skáldskap, t.d. Cantos eftir Ezra Pound, Ulysses og Waste Land. Hinsvegar má segja að þessi verk birti einungis brot eða brotasafn úr slíkri sögulegri yfirsýn. Módernisminn hafnar yfirleitt samfelldum eða samhangandi taugum úr veröld sem var. Þær eru frekar raktar 439
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.