Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Qupperneq 58

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Qupperneq 58
Tímarit Mdls og menningar gerir módernísk vinnubrögð framandleg, hvort sem við rekumst á þau í skáld- sögum Thors, ljóðum Sjóns, eða jafnvel í framúrstefnuverkum frá því snemma á öldinni. Hvernig má það þá vera að hægt er að benda á samsvarandi sundurleysi í vit- undariðnaðinum svonefnda, t.d. auglýsingum sem beint er að almenningi í þeirri vissu að hann muni ekki eiga í minnsta vanda með að skilja táknmálið? Ekki dugir að segja að annars vegar sé um að ræða andlausa framleiðslu en hins vegar skapandi list - til eru auglýsingar sem sýna frumleika og skapandi hug- myndaflug og til er flatneskjulegur módernismi í list. En það er ekki heldur hægt að segja að það sem Adorno kallaði tvo ósamstæða helminga frelsis hafi fallið saman í eitt. Hér eru enn einhver landamæri sem grafast þarf fyrir um. (Póst)módernismi: landamæn og leshdttur Þegar tekið er við táknum eru þau að allmiklu leyti túlkuð af samhengi sínu. Þótt hin umtalaða og hrollvekjandi lýsing Baudrillards á póstmódernu samfé- lagi sé eflaust um margt réttmæt, stafar glundroðinn í mynd hans einnig af því að hann vanmetur samhengið. Auglýsing er til að mynda markmiðsbundið tákn sem er takmarkað af samhengi sölumennskunnar sama hversu sundurlaust það kann að virðast. Sé táknið af einhverjum ástæðum ekki skilið sem auglýs- ing ákveðinnar vöru eða fyrirtækis þá er hugsanlegt að það „breytist“ í list. Landamæri listarinnar, eftir að hún öðlaðist frelsi frá trúarlegum og verald- legum yfirvöldum, hafa oft verið óljós en þau hafa þó m.a. markast af því að hún sinnir ekki markmiðsbundnum boðskiptum sem meginhlutverki sínu. Það má segja að listin skilgreinist af þeim mun sem er á henni og öðrum boðskipt- um. Listin er í þeim skilningi „neikvæð“ athöfn eða þekking. Með formbyltingum sínum leitast módernisminn við að gera þennan annar- leika listarinnar að róttæku afli. Hið hálfa frelsi listarinnar er notað til að með- höndla ýmiskonar efni á óvenjulegan og oft óröklegan hátt, framandgera það með því að setja það í annað samhengi en maður á að venjast. Það má þannig m.a. líta á módernisma sem gagnrýninn leshátt. Módernísk verk geta jafnvel tekið auglýsingaiðnaðinn, fjölmiðla og raunar hverskonar almúgamenningu til „endurskoðunar" - þetta sjáum við Joyce gera í Ulysses og Alfred Döblin í Berlin Alexanderplatz; á Islandi höfum við nýlega séð svipað gerast í sumum ljóða Gyrðis Elíassonar, þar sem brot úr framleiðslu hávaðasams fjöldasamfé- lags hafna á kyrrlátu sviði einsemdar. Mér finnst mega líta svo á að módernisminn sé verkstæði þar sem frumsögur og frummyndir skáldskapar og samfélags eru liðaðar sundur, hinir markmiðs- bundnu merkingarsáttmálar rofnir. Þessir sáttmálar eru hver um sig viss landa- mæri sem módernisminn ræðst á. Róttæk framúrstefnulist hefur meira að segja iðulega ráðist á sjálf landamæri listarinnar. Það gerist ekki að ástæðulausu, því einsog ég sýndi fram á varð módernisminn að margra mati til þess að hefja 448
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.