Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Side 69

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Side 69
Aukin menningarbyrði andi hvor á aðra, en með púðri sem dregur ekki nema hálfa leiðina yfir víg- völlinn, þá hafið þið nokkuð góða mynd af deilunni. Þið þekkið ef til vill franska orðtakið: si la vieillesse pouvait — si la jeunesse savait - ef ellin bara gæti - ef æskan bara vissi. Þegar frönskukennarinn okkar útskýrði með uppgerðarbrosi merkingu þessa spakmælis sór ég þess eið að helga mig því verkefni að afsanna setninguna. Mér finnast slík spakmæli vera óhemju íhaldssöm og frekar til að takmarka en útvíkka möguleika manna, en hverj- um er að sjálfsögðu frjálst að hafa sína skoðun á vitsmunaþroska ólíkra kynslóða. Hitt er svo annað mál, að það er ekki lengur í tísku eins og fyrir nokkr- um árum að skoða allt í andstæðum, hugsa í antítesum eða dúalískt eins og það hét þegar menn vildu slá um sig. Flestir eru komnir með litasjónvarp og það er að verða úrelt að hugsa svart-hvítt, svo ég nefni aðeins umræðuna milli þeirra sem eru pólitískt meðvitaðir og þeirra sem eru fagurfræðilega meðvitaðir vegna þess að sú umræða er að mínu mati mest áberandi í bók- menntalífi Dana þessa stundina. Persónulega er ég fylgjandi aðferð sem á góðri dönsku heitir „pick and choose“, og felst í því að plokka sitt lítið af hverju. Um 1980 hafði ég sjálf- ur fengið mig fullsaddan af svokölluðum vandamálabókmenntum, en um leið fannst mér þessar bókmenntir hafa náð mikilvægum árangri í því að fá fleiri bæði til að skrifa og lesa bækur. Það er gott og nauðsynlegt að stílfæra til þess að boðskapurinn nái fram að ganga. Ljóðskáldið Vagn Steen hefur einhvern tímann orðað þetta þannig: Den der fanger fuglen - fanger ikke fuglens flugt. Þess vegna er ég ánægður með að ungu ljóðskáldin skuli aftur farin að hugsa um fagurfræði skáldskaparmálsins. Hins vegar er ég óánægður með að sú stefna að skoða hluti í ljósi sögunnar og vera gagnrýn- inn í hugsun skuli falla í skuggann á 9. áratugnum. Ef við hverfum frá þessari deilu, þá er að sjálfsögðu fjöldi rithöfunda í Danmörku sem ekki er hægt að telja til kynslóðanna rétt á undan eða rétt á eftir Klaus Lynggaard. Fyrst og fremst höfum við mjög stóran hóp sem skrifar einhvers konar raunsæi eða natúralisma með sálfræðilegu ívafi. Þetta byrjaði fyrir rúmum hundrað árum með m.a. I.P. Jacobsen og Herman Bang, og hefur haldið áfram síðan undir mismunandi heitum. I dag má nefna Klaus Rifbjerg, Leif Panduro, Tage Skou-Hansen, Kirsten Thorup, Ditte Cederstrand og 30 aðra sem fulltrúa fyrir þessa hefð, og þið getið fundið hjá Poul Borum eða í uppsláttariti eftir einhvern annan. Ekki síst höfum við ótalmarga módernista, en meðal þeirra má finna flesta mína uppáhaldshöfunda: Per Hojholt, Svend Áge Madsen, Ulla Ryum, Benny Andersen, Cecil Bodker, Villy Sorensen, Peter Seeberg, Sven Holm, Inger Christensen, Dorrit Willumsen o.fl. 459
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.