Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Síða 97
Tv<er sögur
boðið mér til brúðkaups dóttur sinnar. Bara að ég fengi einu sinni
almennilega að éta.
Hann reisti við þumalfingurinn:
- Það verður súpa. Hnausþykk og feit kjúklingasúpa. Sú verður
góð. Eg skal tæma úr heilli skál.
Og honum fannst sem hann hámaði í sig gula og stökka kökubit-
ana í súpunni, smjattaði á þeim og að þeir rynnu viðstöðulaust nið-
ur.
- Allir að vinna, heyrðist kallað.
Litli-Jón bærði ekki einu sinni á sér. Hann minntist þess að hafa í
barnæsku verið viðstaddur brúðkaup. Það var hjá ættingjum en samt
fékk hann ekkert nema kjúklingalappir að borða.
Hann barðist við reiðina sem blossaði upp í honum. Hann
kreppti hnefann og fannst sem hann gæti lamið allt sem fyrir væri,
að hann gæti barið svo ógurlega að hvergi stæði steinn yfir steini.
En þumallinn stóð enn bíspertur og minnti hann á það sem hann
hafði verið að hugsa.
- Síðan kálbögglar. . . Eg gæti étið sextíu. . . allavega fimmtíu.
Fimmtíu eða engan.
- Komið ykkur að verki, heyrðist aftur kallað.
Jón reis upp með erfiðismunum. Hann var svangur. Honum varð
litið á svartan leirpottinn. Tómur. . . Hvað ætti líka að vera í honum
nema eitthvert sull.
Hann sparkaði í pottinn, fast og reiðilega. Við höggið brotnaði
stykki úr honum og einn þráðurinn sem hafði haldið honum saman
flæktist utan um skinnskóinn.
- Farðu í heitasta helvíti, bölvaði Litli-Jón og sparkaði af sér
haftinu. - Alla tíð verð ég að þræla hér í sveita míns andlitis. Gamli
skarfurinn býður manni ekkert á morgun.
Allan daginn var hann í vondu skapi. En enginn tók eftir því.
Litli-Jón var þannig að enginn tók eftir honum, það sá hann ekki
nokkur maður. Og þannig var hann alla tíð, nauða ómerkilegur.
Hann var hvorki sterkur né sérstaklega aumur, hvorki stór né lítill,
gekk hvorki beinn í baki né hokinn í herðum, - skar sig hvergi úr.
Líktist bara manni; hafði tvö augu og eitt nef. Og líka yfirvaraskegg.
Og datt aldrei neitt í hug. Ef dagur var að morgni reis hann úr
rekkju, að kvöldi gekk hann til náða; þegar að því kom festi hann
487