Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Page 108

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Page 108
Tímarit Máls og menningar legan hátt en án þess að gera grín að fólki. I Reykjavík safnar Grímur að sér fólkinu sínu - því allt gerist aftur þó að tilbrigðin séu endalaus, höfundur er ekki á valdi neinnar nauðhyggju. Gott- ína yngri heitir Svava, heillandi stelpa, máldjörf og skáldmælt. Alfrún heitir Hulda í Reykjavík en því miður er ekk- ert pláss fyrir hana í sögunni vegna Onnu sem í Reykjavík heitir Bergljót. Kannski er það persóna Bergljótar sem gerir seinni hluta bókarinnar sem heild nýstárlegri, frískari en fyrri hlut- ann sem þrátt fyrir nornaseið er í gömlu fari lengst af. Sérvitur börn eru tiltölu- lega algengar persónur í bókum, flestir Islendingar sem skrifa bækur um bernsku sína virðast hafa verið ein- kennilegir. Bergljót er eldri en Grímur, þrítugur málari og teiknikennari. Við fáum ekk- ert að vita um fortíð hennar og þurfum þess heldur ekki. Hún hefur lifað fjöl- breytilegu bóhemjulífi bæði heima og erlendis við nám. Fyrir henni er ást eins og hvert annað álegg. En þótt lífsreynd sé veit hún varla hvað hún er að hætta sér út í þegar hún ákveður að fleka und- arlega unga manninn að austan - áreið- anlega hugsar hún sér bara stutt ævin- týri. Hún veit eðlilega ekki að Grímur sér hana í gervi Onnu með barnið strax í fyrsta skipti sem þau hittast, þaðan af síður veit hún að hann er forvitri. Sam- band þeirra er gott dæmi um það fyrir- bæri bókmenntanna þegar hinn lífs- þreytti heimsmaður hittir barn náttúr- unnar og heillast gegn vilja sínum, smitast jafnvel um skeið. Kynhlutverk- um náttúrubarns og heimsmanns er listilega snúið við í Kaldaljósi, það sést best í umræðunum um barn eða ekki barn þegar Bergljót segir (429): „Börn trufla Grímur þótt þau séu ágæt,“ og hann hugsar: Hvernig getur hún látið sér detta þetta í hug! Börn geta ekki truflað. Börn eru líf. Líf truflar ekki. Dauð- inn truflar. Það er dauðinn sem skekur allt í kringum sig með loðn- um og óvægnum krumlum sínum. Bamshendur eru ólíkar slíkum hrifsi- lúkum. Þær eru gjöfular. Persónur Kaldaljóss vekja upp spurn- ingu um hvort karlmönnum í bókum kvenna hætti til að verða einfaldar manngerðir eins og kvenfólk hefur löngum mátt þola í bókum karla - þeir verði mjúki karlmaðurinn og harði karlmaðurinn. Grímur sameinar þá að vísu báða, hann fær heila sögu til að sýna hvern mann hann hefur að geyma, en eins og fram hefur komið veigrar Vigdís sér við að segja frá tímabilinu þegar hann er vondur. Aðrir karlmenn í sögunni eru undur mjúkir, Indriði, Hermundur og ekki síst Tumi sem virð- ist ekki hafa annað að gera en vera góð- ur. Hins vegar eru Alfrún, Gottína, Svava og Bergljót marghliða og spenn- andi persónur. Mín tíð er hringur og Ijós Grímur er náttúrubarn, tími hans er hringlaga. Hann sér ekki fyrir endann á neinu, allt gerist aftur, gengur í hring. Allur tími er í senn: Grímur geymir fortíðina í sér, er Grímur eldri endur- borinn til lengra og árangursríkara lífs, og hann teiknar framtíðina þó enginn kunni að lesa í myndirnar hans nema Álfrún. Álfrún leysir upp tímahugtakið, hún er Hollendingurinn fljúgandi sem ekki hefur fengið frið. Bergljót er hins vegar nútímamaður- inn, hennar tími er línulaga. Hún sér fyrir endann á hlutum, líka ástinni. Allir 498
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.