Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Side 111

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Side 111
strauma og stefnur sem sumir segja að séu líkt og bylgjuhreyfingar; hnígandi og rísandi rómantík og raunsæi til skiptis með mismunandi forskeytum. Það nýja byggir á hinu gamla. Ef þá nokkuð er nýtt. Hefur þetta ekki allt verið sagt áður; er nokkuð nýtt undir sólinni? Já. Galdurinn felst m.a. í því að raða orðunum upp á nýtt, hugsa upp á nýtt, bregða nýju ljósi á eilífðarmálin. Sólin er ný við hverja upprisu og allt undir henni. En samhengið í bókmenntunum tek- ur stundum á sig óvæntar myndir, svo ekki sé sagt furðulegar. Tökum til dæm- is titlana. Síðastliðið ár hétu bækurnar Hrirtgsól, Blindflug, Kaldaljós, Stálnótt og Frostmark svo fáeinar séu nefndar. Fyrir nokkrum árum hétu þær Sögur til næsta bæjar, Skáldsögur, Ofsögum sagt, I frásógur færandi og Sagan öll. Þarna er eitthvert tilviljanakennt samhengi — eða hvað? Ollu furðulegra er þó að finna í einni tiltekinni bók tiltekins árs margar aðrar bækur sama árs! (Svo ekki sé talað um margar enn eldri bækur). Þannig teygja bækur anga sína hver inn í aðra: Sam- vaxnar bækur. An sjáanlegra skýringa. Nema ef vera skyldi hægt að kenna tíð- aranda? Eg þykist vita að þetta krefjist skýr- inga og þær ætla ég að reyna að gefa, því einmitt þannig fannst mér að lesa Hringsól Álfrúnar Gunnlaugsdóttur. Aldrei fannst mér þó að það væri búið að segja það áður sem í Hringsóli er sagt. Það er nýtt, ferskt, óhugnanlegt og sárt. I Hringsóli er Elínborg (Bogga, Ella, stúlkan, ég) sem kemur til Reykjavíkur úr sveitinni til efnaðra hjóna eins og Ugla í Atómstöðinni, eins og Hulda í Umsagnir um bækur Móbir kona meyja Nínu Bjarkar og ótal fleiri stúlkur í íslenskum bókmenntum sem koma í vist eða fóstur til borgar- innar. Eins og Hulda verður stúlkan í Hringsóli leiksoppur í undarlegum sam- skiptum fjölskyldunnar sem fóstrar hana. Allir notfæra sér hana, hver eftir eigin höfði og þörfum. Heimaþorpið hennar með sínu kraft- mikla fjalli minnir á þorpið hans Gríms úr Kaldaljósi hennar Vigdísar. Og fjallið hennar Boggu er dauðatákn. Reyndar margrætt tákn. Tákn upphafsins, þar sem ferðin hefst, og endisins, þangað sem ferðinni er heitið. Ofan við múlann reis tígulegt fjall. Þegar staðið var hinumegin fjarðar- ins var múlinn eins og konuhár sem hrundi niður í öldurnar. Kona á lík- börum og krosslagði hendur upp við háan barm. Þannig var fjallið. (8-9) Fjallið minnir hana á dauða móður sinnar og minnir lesandann á fjallið hans Gríms sem leysti snjó yfir fjöl- skyldu hans og deyddi mömmu og hina. Eins og í Kaldaljósi er söknuður eftir bernskustöðvunum gegnumgang- andi stef í Hringsóli. Hinn endanlegi áfangastaður söguhetjunnar er þorpið; aftur til upprunans. Til fjallsins. Þó ekki svo að skilja að hægt sé að hverfa aftur til fortíðarinnar. Grímur heldur í lok Kaldaljóss á vit fjölskyldunnar sem dó. Hann nær takmarki sem er honum nauðsynlegt til að hann geti lifað (eða dáið?) Bogga ætlar sér að „ná fundi konunnar sem býr í þokunni, fjallsins heima" - til að geta dáið. Þannig lokast í sögulok, hringurinn sem býr undir frásagnarhætti beggja bókanna. Og tal- andi um hring; honum er tengdur tím- inn. Hefðbundinn tímaskilningur er brotinn upp í báðum þessum sögum. Tíminn er hringrás frekar en bein lína 501
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.