Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Síða 114
Tímarit Mdls og menningar
unnar. Vegna fátækar og basls tekur
faðir hennar því fegins hendi þegar
gamall félagi hans býður henni fóstur í
Reykjavík. I Reykjavík byrjar að halla
undan fæti fyrir stúlkunni. Hún er alin
upp við strangan aga og ástleysi,
ímyndunarafl hennar smám saman
brotið á bak aftur og hvergi hlýju að
finna nema helst hjá Dísu vinnukonu
heimilisins (sem er rekin burt þegar hún
fer að skipta sér af málefnum fjölskyld-
unnar) og hjá Daníel (blíðuhót hans eru
þó ætíð af kynferðislegum toga og vekja
með henni ugg). Uppvaxtarár hennar í
borginni einkennast af endurtekningu
og tilbreytingarleysi „dagar og mán-
uðir hver öðrum líkir“ (24), eina mark-
verða breytingin verður á persónuleika
stelpunnar sem smám saman harðnar.
Lýst er sambandi hennar við karlmenn.
Fyrstur var Herbert sem hafði bestu
hendur sem hún þekkti. Síðan kom
Knútur sem vakti um stund upp aftur
stelpuna Ellu og kveikti með henni
meiri unað en Daníel gat grunað þrátt
fyrir allar sínar tilfæringar. Með honum
eignast hún son sem hún síðar missti.
Svo var það hermaðurinn Jan sem vildi
giftast henni. Um síðir giftist hún þó
Daníel þótt til hjónabands þeirra virðist
stofnað af einberri örvæntingu, hjálpar-
leysi og einmanakennd af hennar hálfu.
Fullorðinsár hennar einkennast af
hörku sem endurspeglast í sambandi
hennar og Daníels, sambandi hennar og
Sigurrósar og sambandi (eða öllu heldur
sambandsleysi) hennar við dóttur þeirra
Daníels, Lilju. Það eina sem virðist
megna að vekja með henni blíðar til-
finningar er minningin um soninn sem
dó. Hún minnist hans með miklum
sársauka, drengsins sem er kannski sá
eini sem kemur henni við nú þegar hún
er á förum. Minningunni um hann hef-
ur hún haldið við sem „neista sem ekki
mátti slokkna. Sá neisti hafði haldið í
[henni] lífinu.“ (299) Dóttir hennar gat
aldrei komið í stað drengsins. Hún
þurfti aldrei eins á henni að halda, gat
bjargað sér sjálf. Eða þeirri skýringu
virðist hún hafa komið sér upp, kannski
til að breiða yfir eigin vanrækslu, eða
kannski þorði hún ekki að mynda aftur
tilfinningatengsl við barn, eftir að hafa
misst hitt.
Þessi æviferill segir þó ansi lítið um
innihald sögunnar. Upprifjun sögukonu
spinnst ekki rökrétt í kringum þennan
línulega feril, heldur vindur hún frá-
sögnina áfram á tilfinningum sem minn-
ingarnar vekja með henni. Hún rekur
sig áfram af hörku í gegnum líf sitt,
verður að muna, - setja niður fyrir sér
hverja mynd, reyna að skilja; til að geta
dáið.
Það er heldur aldrei alveg á hreinu
hvað er satt og hvað skáldskapur í upp-
rifjuninni. Sögukona minnir sjálfa sig
og Daníel (og lesandann) sífellt á hverf-
ulleika minnisins. Hún dregur eigin
upprifjun, og ekki síst minningar Daní-
els, í efa, gefur í skyn að skáldað sé í
eyðurnar. En hvað er satt og hvað logið
skiptir kannski ekki máli í smáatriðum.
Aðalatriðið er að smám saman raðast
brotin upp í heilsteypta mynd, sögu-
þráðurinn spinnst um heilt mannslíf,
vefur úr ótal þráðum þroska- og örlaga-
sögu íslenskrar konu í gegnum fimm
áratugi. I stuttu máli lýsir sagan því
hvernig stúlkan Ella týnist í fjandsam-
legu umhverfi, og eigin hörku.
A fyrstu síðu bókarinnar eru strax
gefnir fyrirboðar um ógnvænlega fram-
tíð stúlkunnar í kaupmannshúsinu í
Reykjavík. Hún stendur fyrir utan dyr
þess, í fyrsta skipti, og hurðarhúnninn
minnir hana á krepptan hnefa og í
504