Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Page 120

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Page 120
Tímarit Máls og menningar Langskemmtilegasti skilningur á sög- unni finnst mér vera sá að Eilífur, með höfuðið fullt af sögum, sé af allmiklum vanefnum að reyna að leysa vanda síns eigin kyns. Vanefni Eilífs eru þau að hann sér ekki út fyrir sinn eigin víta- hring, sína eigin sögu, og verður að þeysa út úr henni er i óefni er komið. Af hverju? Jú, hann er sjálfur hluti þess (karla)heims sem hann er að miðla okk- ur og undir alveg sömu sök seldur og aðrir karlar sem þar er að finna, t.d. Karl. Það þarf því ekki að koma á óvart að Eilífur finnur fólki sínu ekki hald- bærar lausnir er hann finnur eigin lífi engan grundvöll. Árekstur hans við eig- in sögu getur sem best verið táknrænn fyrir þetta. Flótti hans út úr eigin sögu er e.t.v. staðfesting þess að hann skilur að hann ræður ekki við eigin söguheim. Hans eigið líf dregst inn í verkið. Leiðarminni, sem mikið ber á í sög- unni, er hringurinn. Allt frá því að Ingi- björg, kona Eilífs, snýr sér í upphafi sögunnar í hálfhring til að launa manni sínum lambið gráa með sósukönnunni eru margs kyns hringir áberandi. Eilífur fer hring um landið eins og fram hefur komið. Karl hleypur ringlaður heilan hring í herberginu er hann vaknar í rúmi Kollu, mágkonu sinnar, morgun- inn eftir fermingarveisluna. Guðrún, dóttir hans, „gekk stöðugt í krappa hringi" er hún fannst utan við bæinn eftir nauðgunina. Og Gvendur, bróður- sonur Karls, hefur þetta um tilveruna að segja: „Lífið er hringavitleysa og maður gerir best í að taka það ekki of hátíð- lega.“ (42) Kannski undirstrikar hringa- minnið þann vítahring sem hvarvetna blasir við er örlög persónanna eru könnuð. Kristjáni Jóhanni hefur með þessari sögu að mínu mati tekist að skrifa bráð- skemmtilega, raunsæja og tragikómíska sögu um fólk, einkum karla, sem leitar að nýjum grundvelli í samfélagi sem krefst endurmats eftir margháttaðar hræringar. Sumir finna sér haldreipi en lesanda er fyllilega ljóst að vítahringur- inn hefur alls ekki verið rofinn. Þórður Helgason SKOPLEGAR SORGARSÖGUR Einar Kárason: Söngur villiandarinnar og fleiri sögur. Mál og menning 1987. 172 bls. Fyrsta smásagnasafn Einars Kárasonar hefur marga af kostum skáldsagna hans og lofar góðu um hæfileika hans til að semja smásögur. En höfundur er að þreifa fyrir sér með þetta erfiða form og varla er hægt að segja að hann hafi náð fullum tökum á því. í þremur þessara sagna eru ungir drengir sögumenn. Þetta eru Sorgar- saga, Kveldúlfs þáttur kjörbúðar og Söngur villiandarinnar. Allir eiga drengirnir það sameiginlegt að vera tvö- faldir í roðinu: út á við eru þeir saklaus börn (þetta á þó enn frekar við aðal- persónu en sögumann í Kveldúlfs þætti kjörbúðar) en undir býr heldur ógeð- felld persóna sem hefur unun af að blekkja hina fullorðnu. Sorgarsaga og Kveldúlfs þáttur eru í sjálfu sér hnyttn- ar og vel byggðar, koma manni kannski til að flissa, en skilja lítið eftir. Söngur villiandarinnar er efnismeiri og skemmtilegri, en það er eins og höfundi gangi ekki vel að tengja saman mikið og spaugilegt efni sögunnar. Hann dregur hér sem víðar upp skýrar myndir af 510
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.