Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Side 124

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Side 124
Tímarit Máls og menningar munur á A og A, E og E o.s.frv. I seinna bindinu er aftur á móti raðað eft- ir öllu íslenska stafrófinu. Skýringanna á þessum óheppilega klofningi aftanmálsins er vafalaust að leita í útgáfusögu ritsins þar sem fyrsta bindið kom út á undan og var búið úr garði sem sjálfstæð bók. En eftir að annað bindið kom fylgjast þau að í öskju sem stendur afar virðulega á bókahillu. Þetta læt ég duga um aftanmálið og sný mér nú að meginmálinu. Stíll þess er persónulegri en títt er í lærdómsrit- um. Höfundurinn minnir á tilveru sína með því að blanda sínum eigin hugðar- efnum inn í textann, jafnvel þótt slíkt kosti nokkrar útúrdúra. Sem dæmi um þetta má nefna bollaleggingar hans um hvernig Tunglið geti haft áhrif á tíða- hring kvenna (I: 47-8), hugleiðingar um sálarrannsóknir (I: 211), tilgang sagn- fræðiiðkana (I: 50-51) og málrækt (II: 126). Annað sem einkennir textann er mikill fjöldi tilvitnana bæði í frumheim- ildir og fræðimenn seinni tíma. Margar þessara tilvitnana eru langar og víða hefði mátt setja stutta endursögn í stað þeirra. Líkt og útúrdúrarnir lengja þess- ar tilvitnanir textann töluvert. Þess utan er Þorsteinn fremur margorður. Sjálf- sagt mætti því koma þeim fróðleik sem bindin tvö geyma fyrir í einu. En hætt er við að færri nenntu að lesa það eina bindi en þessi tvö. Það hvernig Þor- steinn teygir á efninu, endurtekur sumt og spjallar um annað frá ýmsum hliðum gerir söguna bæði skiljanlegri og skemmtilegri. 3. Efnistök Heimsmynd á hverfanda hveli fjallar um hvernig sólmiðjukenningin tók við af stjörnufræðikenningum sem gera ráð fyrir því að jörðin sé í miðju heimsins. Fyrsti kafli ritsins er inngangur þar sem meðal annars er fjallað um hvernig mönnum hættir til að meta verk fyrri tíðar manna á forsendum nútímans. Þetta kallar Þorsteinn söguskekkju og bendir á að ýmsar skoðanir sem nú þykja ekki upp á marga fiska hafi ef til vill verið skynsamlegar á sínum tíma miðað við þær forsendur sem þá voru þekktar. Víðast í textanum virðist mér Þorsteinn gæta þess nokkuð vel að var- ast söguskekkjur. Sums staðar tekst honum meira að segja býsna vel að sýna fram á hversu mikið vit var í hugmynd- um ýmissa fornspekinga þótt þær teljist nú vera rangar. I þessu sambandi má benda sérstaklega á það sem hann segir um stjörnuspeki í fjórða hluta annars kafla og umfjöllunina um heimsmynd Ptólemaíosar í fjórða hluta fjórða kafla. I inngangi er og útskýrt hvaða gögn stjörnufræðingur getur aflað sér með því að horfa á himininn með berum augum. Þar er gerð nokkuð skilrík grein fyrir sýnilegum hreyfingum himin- tungla og í fyrsta viðauka er bætt við þá greinargerð lýsingu á þeim hreyfingum sem aðeins verða greindar á lengri tíma en einum mannsaldri. Annar kaflinn fjallar um upphaf stjörnufræðinnar hjá Egyptum og Babýloníumönnum. Þar er fjallað nokkuð almennt um líf og sögu þessara þjóða og þann jarðveg sem stjörnu- fræðin spratt úr. Mig skortir þekkingu til þess að meta þá umfjöllun. Þriðji og fjórði kafli fjalla um stjörnufræði Forngrikkja. I þeim þriðja er sagt nokkuð frá lífi og sögu Grikkja í fornöld og síðan fjallað um upphaf vís- inda og fræða hjá þeim. Þar eru nafn- greindir frægustu heimspekingar 514
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.