Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Síða 126
Tímarit Máls og menningar
öðru fremur frá vísindum miðalda er
samþætting sértækrar hugsunar og
verktækni. Rætur þeirra vísinda sem
hófust til vegs með Galíleó og Newton
liggja því ekki aðeins í stærðfræði og
náttúruspeki fyrri alda heldur líka í
tækni sem hafði þróast meðal iðnaðar-
og handverksmanna. Það sem Galíleó er
frægastur fyrir í sögu stjörnufræðinnar
er að hafa smíðað sjónauka og notað
hann til þess að skoða himintunglin.
Heimsmynd á hverfanda hveli gerir
grein fyrir þeim hugmyndum sem hann
tók í arf og gerðu honum kleift að túlka
það sem hann sá. En engin grein er gerð
fyrir þeirri verkmenningu sem hann
sótti til er hann smíðaði sjónaukann.
Þorsteinn horfir þó ekki alveg fram hjá
áhrifum tækninnar á vísindin. Hann fer
til dæmis nokkrum orðum um áhrif
siglingatækni og bættra samgangna á
stjörnufræðina (I: 222) og áhrif prent-
listarinnar á þróun vísindanna (I: 217).
Eg hef nú farið nokkuð mörgum orð-
um um fimmta kafla ritsins, enda er
hann eini kaflinn sem ég er ekki sáttur
við. Hann er líka eini kaflinn sem mér
finnst að ætti að vera lengri.
Með sjötta kafla verða skil í frásögn-
inni. Lokið er að segja frá forsögu
sólmiðjukenningarinnar og tekið að
segja frá þeim vísindamönnum sem
báru hana fram til sigurs. Kaflar númer
sex til tíu fjalla að mestu um sex menn.
Þeir eru Nikulás Kópernikus (1473-
1543), Gíordanó Brúnó (1548-1600),
Tycho Brahe (1546-1601), Jóhannes
Kepler (1571-1630), Galíleó Galílei
(1564-1642), og Isaac Newton (1642-
1727). Kaflarnir um Brúnó og Brahe eru
stuttir en hver hinna fjögurra fær nokk-
uð ítarlega umfjöllun þar sem sagt er
jöfnum höndum frá ævi þeirra og kenn-
ingum. Sagan breytist sem sagt úr því
að fjalla um heilar þjóðir og tímabil í
það að vera saga fáeinna einstaklinga.
Þetta er að mínu viti fyllilega eðlilegt.
Það er verið að segja sögu sólmiðju-
kenningarinnar og fyrstu kaflarnir fara í
að kynna baksvið hennar. Aðalsögu-
hetjurnar eru svo kynntar þegar þeirra
tími er kominn.
Það er býsna umdeilt hversu mikil
áhrif einstakir menn hafa haft, eða geta
haft, á framvindu sögunnar. Raunar veit
ég ekki hvað hefur helst áhrif á fram-
vindu hennar ef ekki einstakir menn.
Þeir sem vilja gera lítið úr þessum áhrif-
um segja gjarna sem svo að ef Galíleó
hefði ekki skoðað himintunglið í
stjörnukíki þá hefði bara einhver annar
gert það, kannski nokkrum árum síðar,
og framvindan síðan orðið sú sama og
varð. Það er víst engin leið að komast
að því hvað er hæft í þessu, því það er
ómögulegt að snúa sögunni til baka,
klippa atriðið með Galíleó út og sjá svo
hvernig fer þegar aftur er spólað fram til
nútíðar. Sjálfur hneigist ég til að álíta að
menn eins og Galíleó hafi haft töluverð
áhrif á söguna og tel að framvinda
hennar sé að því leyti eins og manntafl
að sé einn maður færður til þá geti stað-
an gerbreyst og allt taflið upp frá því.
Hér virðist Þorsteinn á öndverðum
meiði. Hann segist „yfirleitt ekki [vilja]
gera mikið úr hlut einstakra manna í
framvindu sögunnar“ (II: 203). En hví
skyldi hann þá gefa þeim fjórmenning-
um Kópernikusi, Kepler, Galíleó og
Newton nær helming meginmálsins í
ritinu. Hann réttlætir þetta svofelldum
orðum:
Mestu veldur að mér er í mun að
sýna vísindin í tengslum við samfé-
lagið á hverjum tíma. Þá er alltént
516