Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Síða 128

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Síða 128
Tímarit Máls og menningar varnaðar og latt þá til svipaðrar atlögu gegn viðtekinni speki. Samt var það fyrst og fremst kirkjan sem tapaði á þessu stappi og sigur vísindanna hefði tæpast orðið neitt meiri að lokum þótt Galíleó hefði aldrei verið sóttur til saka. Það er því ekki neitt augljóst að þessi deila verðskuldi að fá svo mikið rúm í riti sem fjallar um sögu stjörnufræðinn- ar en ekki kirkjusögu. Lokakafli ritsins, sá ellefti, er eins konar eftirmáli. Þar dregur Þorsteinn saman helstu atriðin, ályktar af sögunni og segir frá ýmsu því helsta sem gerst hefur eftir daga Newtons. Þá fjallar hann nokkuð um heimspekileg viðhorf til vísindanna og lýkur þeirri umfjöllun á því að segja frá tveim af áhrifamestu kenningum þessarar aldar um þróun vísinda. Þetta eru kenningar þeirra Poppers og Kuhn. Lætur Þorsteinn í ljós efasemdir um hvora tveggju. Sýnist mér þó af sögunni að hann sé undir töluverðum áhrifum frá Kuhn, en víðar verður vart andstöðu gegn kenningum Poppers (sjá til dæmis I: 211). 4. Sagan og nútíminn Þegar saga vísindanna er sögð þá er oft- ást lögð megináhersla á þær hugmyndir sem vísa fram til þess sem nú er viðtek- ið, sagnfræðingar þræða þá beinustu leiðina sem liggur gegn um völundarhús fortíðarinnar inn í hugarheim þeirra sjálfra. Hér er Heimsmynd á hverfanda hveli engin undantekning. Sagan er sögð eins og hún sé einhvers konar inn- gangur að nútíðinni. Sem dæmi má taka að í kaflanum um miðaldir er hlutur þeirra sem voru „á undan sinni samtíð" gerður lang mestur og þar sem segir frá Kepler er lögð mest áhersla á þau þrjú lögmál sem við hann eru kennd og vís- indamenn nútímans telja sannleikanum samkvæm. Lítið er hins vegar sagt frá ýmsum öðrum hugmyndum sem Kepl- er sjálfur virðist hafa talið jafnmikilvæg- ar eða mikilvægari, eins og til dæmis hinni nákvæmu útfærslu hans á kenn- ingunni um söng himintungla. Þessi meðferð sögunnar kemur vel heim við hugmynd Þorsteins um tilgang söguiðkana. En hann telur söguna eiga að „varpa ljósi á stöðu okkar í tilver- unni“ og svara spurningunni „Hvernig erum við hingað komin?“ (I: 51). Ligg- ur ekki beinast við að svara þessari spurningu með því að rekja slóð nútím- ans gegnum fortíðina? Sjálfur veit ég enga betri aðferð og hef engin svör á reiðum höndum um það hvernig vís- indasagan verði best sögð. Mér finnst þó að sagnfræðingar eigi að láta fortíð- ina njóta sannmælis og hef svolitlar efa- semdir um að þeir geti gert það ef þeir skoða fortíðina aðeins sem inngang að nútíðinni. I þessu sambandi langar mig að spyrja nokkurra spurninga i von um að einhverjir lesendur þessara lína geti svarað þeim betur en ég. Læt ég þessar spumingar verða mín lokaorð. Er ekki hætt við að mönnum dyljist hvað leiðin til nútímans er krókótt og hve víða var hægt að taka aðra stefnu sé öll áhersla lögð á það sem vísar fram til okkar tíma? Er fyrri tíðar mönnum gert rétt til með því að leggja meiri áherslu á þau verk þeirra sem við teljum mikilvæg en þau sem þeir sjálfir töldu mikilvæg? Hlýtur saga sem lýsir fortíðinni sem inngangi að nútímanum ekki að skoða okkar öld sem lokamark þróunarinnar og treysta þannig í sessi þá fordóma sem nú eru ríkjandi? Atli Harðarson 518
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.