Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Síða 130
Tímarit Máls og menningar
andlegu hliðar íslenskrar menningar
færðar nær hvor annarri.
Sumarliði styðst við mikið af töflum
og línuritum til skýringar. Honum tekst
þó ekki sem skyldi að skyggnast á bak
við tölurnar, - að glæða heimildirnar
lífi.
Við samningu bókarinnar leitar Sum-
arliði víða fanga. Fyrir vikið er verkið
heilstætt. Sumarliði notar heimildir sín-
ar af leikni. I þeim efnum varð ég ekki
var við neina hnökra. Til að byggja upp
verkið beitir hann svo ólíkum aðferðum
sem að tala skipulega við menn sem
starfað hafa í iðninni, og að rýna í opin-
berar tölulegar heimildir (manntöl, Ar-
bók Reykjavíkurbæjar, ofl.), opinberar
skýrslur, tímarit, skjalasöfn og einka-
handrit. Tímatakmörk ritgerðarinnar
gera að Sumarliði fær ekki beitt þeirri
aðferð sem hvað mesta þýðingu hefur í
rannsókn af þessu tagi; vettvangsathug-
un. Sú aðferð felst í því að dvelja um
lengri eða skemmri tíma í fyrirtæki,
einu eða fleiru, og draga upp skipulag
og starfshætti. Að því búnu er sú vitn-
eskja borin saman við iðnaðinn sem
heild.
Á heildina litið þykir mér bókin bæði
fróðleg og skemmtileg aflestrar, einkum
fyrri hluti hennar sem varpar ljósi á þá
tíð sem hulin er flestum samtímamönn-
um, þ.e. líf og starf fyrir aldamót.
II
Nú vík ég að annmörkum bókarinnar.
Fyrst má nefna að hinir ólíku þættir
vinnunnar (hráefni, verkfæri og vinnu-
afl) eru full sundurleitir í bókinni. Fyrir
vikið verður framsetning ruglingslegri
en ella. Þannig er erfitt að gera sér grein
fyrir því hvaða þættir vinnuferlisins
taka breytingum á hverju tímaskeiði.
Það er spurning, sem ekki verður svarað
hér, hvort Eldur í afli sé ekki fyrst og
fremst saga véla og tækja í málmiðnaði,
fremur en heilstæð saga véla, verka-
skiptingar og vinnubragða meðal járn-
iðnaðarmanna á Islandi.
í öðru lagi má nefna að Sumarliði
skrifar hefðbundna sögu, þar sem at-
burðum er fylgt eftir í tímaröð. Höf-
undur styðst ekki við kenningar eða
markvisst flokkunarkerfi. Af því leiðir
að efnismeðferðin verður sundurlaus.
Nærtækt dæmi um slíkt er tilfinnanleg-
ur skortur á kenningarlegri umræðu um
þróun iðnaðar og efnahagslífs. Kenning
er kennileiti sem unnt er að fikra sig eft-
ir í leit að þekkingu. Kenning er saman-
safnaður fróðleikur um tilveruna sem
veitir okkur vísdóm um lífið og efnis-
heiminn og hvernig þau taka breyting-
um. Kenningar eru hins vegar misgóð-
ar. Aftur á móti er hægur vandi að velja
velunna kenningu um þróun iðnaðar og
atvinnulífs, þar sem þó nokkuð hefur
verið skrifað um slíkt í mörgum fræði-
greinum.
Hefði Sumarliði valið að nota kenn-
ingar, þykir mér líklegt að verkið hefði
orðið markvissara í uppbyggingu, fyllra
að inntaki og að bókarhöfundur hefði
komið auga á mörg atriði sem ekki er
fjallað um í bókinni, en hafa engu að
síður þýðingu fyrir sögu málmiðnaðar.
I þriðja lagi þykir mér miður að ekki
er fjallað sem skyldi um umbrotin frá
handverki til iðju. Þau umskipti eru þó
þýðingarmikill þáttur í vexti og þróun
málmiðnaðar. Sumarliði drepur á þetta
atriði á nokkrum stöðum án þess að
gera þeim þætti fyllilega skil. Hann seg-
ir t.d.:
Frá aldamótum til 1950 breyttust
mjög kjör málmiðnaðarmanna. Við
upphaf tímabilsins unnu flestir iðn-
aðarmenn sjálfstætt. Margir höfðu
520