Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Síða 130

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Síða 130
Tímarit Máls og menningar andlegu hliðar íslenskrar menningar færðar nær hvor annarri. Sumarliði styðst við mikið af töflum og línuritum til skýringar. Honum tekst þó ekki sem skyldi að skyggnast á bak við tölurnar, - að glæða heimildirnar lífi. Við samningu bókarinnar leitar Sum- arliði víða fanga. Fyrir vikið er verkið heilstætt. Sumarliði notar heimildir sín- ar af leikni. I þeim efnum varð ég ekki var við neina hnökra. Til að byggja upp verkið beitir hann svo ólíkum aðferðum sem að tala skipulega við menn sem starfað hafa í iðninni, og að rýna í opin- berar tölulegar heimildir (manntöl, Ar- bók Reykjavíkurbæjar, ofl.), opinberar skýrslur, tímarit, skjalasöfn og einka- handrit. Tímatakmörk ritgerðarinnar gera að Sumarliði fær ekki beitt þeirri aðferð sem hvað mesta þýðingu hefur í rannsókn af þessu tagi; vettvangsathug- un. Sú aðferð felst í því að dvelja um lengri eða skemmri tíma í fyrirtæki, einu eða fleiru, og draga upp skipulag og starfshætti. Að því búnu er sú vitn- eskja borin saman við iðnaðinn sem heild. Á heildina litið þykir mér bókin bæði fróðleg og skemmtileg aflestrar, einkum fyrri hluti hennar sem varpar ljósi á þá tíð sem hulin er flestum samtímamönn- um, þ.e. líf og starf fyrir aldamót. II Nú vík ég að annmörkum bókarinnar. Fyrst má nefna að hinir ólíku þættir vinnunnar (hráefni, verkfæri og vinnu- afl) eru full sundurleitir í bókinni. Fyrir vikið verður framsetning ruglingslegri en ella. Þannig er erfitt að gera sér grein fyrir því hvaða þættir vinnuferlisins taka breytingum á hverju tímaskeiði. Það er spurning, sem ekki verður svarað hér, hvort Eldur í afli sé ekki fyrst og fremst saga véla og tækja í málmiðnaði, fremur en heilstæð saga véla, verka- skiptingar og vinnubragða meðal járn- iðnaðarmanna á Islandi. í öðru lagi má nefna að Sumarliði skrifar hefðbundna sögu, þar sem at- burðum er fylgt eftir í tímaröð. Höf- undur styðst ekki við kenningar eða markvisst flokkunarkerfi. Af því leiðir að efnismeðferðin verður sundurlaus. Nærtækt dæmi um slíkt er tilfinnanleg- ur skortur á kenningarlegri umræðu um þróun iðnaðar og efnahagslífs. Kenning er kennileiti sem unnt er að fikra sig eft- ir í leit að þekkingu. Kenning er saman- safnaður fróðleikur um tilveruna sem veitir okkur vísdóm um lífið og efnis- heiminn og hvernig þau taka breyting- um. Kenningar eru hins vegar misgóð- ar. Aftur á móti er hægur vandi að velja velunna kenningu um þróun iðnaðar og atvinnulífs, þar sem þó nokkuð hefur verið skrifað um slíkt í mörgum fræði- greinum. Hefði Sumarliði valið að nota kenn- ingar, þykir mér líklegt að verkið hefði orðið markvissara í uppbyggingu, fyllra að inntaki og að bókarhöfundur hefði komið auga á mörg atriði sem ekki er fjallað um í bókinni, en hafa engu að síður þýðingu fyrir sögu málmiðnaðar. I þriðja lagi þykir mér miður að ekki er fjallað sem skyldi um umbrotin frá handverki til iðju. Þau umskipti eru þó þýðingarmikill þáttur í vexti og þróun málmiðnaðar. Sumarliði drepur á þetta atriði á nokkrum stöðum án þess að gera þeim þætti fyllilega skil. Hann seg- ir t.d.: Frá aldamótum til 1950 breyttust mjög kjör málmiðnaðarmanna. Við upphaf tímabilsins unnu flestir iðn- aðarmenn sjálfstætt. Margir höfðu 520
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.