Tímarit Máls og menningar - 01.06.1991, Qupperneq 23
mér að sækja um stöðuna til skólastjórnarinnar. Sér væri áhugamál að fá
mig í staðinn fyrir sig. Ég fengi þetta áreiðanlega, ef ég sækti.
Ég lét svo að lokum tilleiðast, sendi skriflega umsókn og fékk
stöðuna. Það var ekkert annað en margra ára allsleysi, sem rak mig til að
stíga þetta spor.
Ég kveið ákaflega fyrir kennslunni. Ég hélt ég yrði svo feiminn, þegar
ég kæmi fram fyrir nemenduma, að öll íslenskuþekking mín, sem þá var
töluvert mikil, dytti úr mér, ég myndi ekki neitt og stæði uppi eins og fífl
í skólanum.
En þetta fór öðmvísi en ég bjóst við. Ég fann ekkert til feimni og
endirinn varð sá, að ég kenndi þarna í sex (?) ár. Ég kenndi æfinlega af
næstum eldlegum áhuga. Mér var liðugt um mál og átti mjög hægt með
að orða hvert kennsluatriði skýrt og skilmerkilega, enda kostaði ég kapps
um að hamra þau þannig inn í nemenduma, að þeim yrði þau eftimrinni-
leg. Ég rækti kennsluna mjög samviskusamlega, lét aldrei undir höfuð
leggjast að koma í tíma nema ég væri veikur. Nemendunum féll ágætlega
við mig. Þeir töldu mig ágætan kennara. Þar að auki skemmtilegan,
fjömgan og upplyftandi. Það fór orð af mér sem kennara. Mér féll
kennslan sjálf fmmur vel. Það vom aðeins stílaleiðréttingamar, sem voru
mér sannkallað sáiaidrep.
Veturinn 1921 tilféll mér önnur kennarastaða. Þá vildi það til í
janúarmánuði, að kennari verslunarskólans, Jóhann L.L. Lynge, lagðist
veikur, og það var útlit fyrir, að hann kæmist ekki bráðlega á fætur aftur.
Þá kom einn kennari skólans með þau boð til mín frá skólastjóra, að hann
bæði mig að taka að mér kennsluna. Ég hafði fengið dálitla trú á mér sem
kennara og þáði boðið. Kennslan þar gekk líka ágætlega. Flestir nemend-
umir létu mjög vel af mér, töldu mig jafnvel sinn besta kennara. Ég kom
mér líka alltaf vel við kennarana. Ég var afskiftalaus um allt nema
kennslu mína og laus við allar intrígur og undirróður, sem spillir sam-
komulagi margra, sem eiga að vinna saman. Ég var oft vakinn á morgn-
ana b' þess að kenna fyrir aðra kennara, sem þurftu að sofa úr sér rykið
eftir nóttina.
Að áliðnu sumri 1925 kom skólanefnd Iðnskólans saman til þess að
ræða um kennslu og kennara næsta vetrar. Það stóð til að einn eða tveir
kennarar skólans yrðu látnir fara frá honum vegna þess að nemendurnir
voru óánægðir með þá. Þegar tekin hafði verið ákvörðun um brottför
þeirra, segir einn skólanefndarmanna, þáverandi borgarstjóri Knud Zim-
sen:
„En hvernig er með Þórberg. Á hann ekki að fara?“
TMM 1991:2
21