Tímarit Máls og menningar - 01.06.1991, Síða 25
kostað hann stöðuna, því að Garðar sat um hvert tækifæri að koma honum
frá skólastjóminni. Endirinn varð því sá, að mér var vísað frá kennslunni.
Það kom nú í ljós, að fáir eru vinir hins fallna. Aðeins tveir menn víttu
opinberlega þessa framkomu skólastjóranna. Allir hinir, sem voru þó í
sjöunda himni yfirpólitískum skrifum mínum þögðu. Leiðtogar Alþýðu-
flokksins, hverra málefni ég hafði barist fyrir af eldmóði, steinþögðu,
höfðust ekkert [að]. Og verkafólkið, hvers málstað ég hafði tekið [?]oft-
lega, lét þetta sér óviðkomandi. Ég held ég megi segja, að þessir atburðir
hafi verið fyrsta lexía mín í hinni dýpri mannþekkingu. Eftir þetta haust
stóð öll verkalýðshreyfingin og allt manneðli fyrir mér í nýju ljósi. Það
var eins og svift hefði verið meðfæddri hulu frá augum mínum.
(Bls. 299-306).
Áfengi
Ég hef aldrei verið drykkjumaður. En á árunum 1909 til 1918
fór ég einstöku sinnum á fyllirí, stundum eitt kvöld í mánuði,
stundum tvö, stundum þrjú, stundum fjögur, aldrei meira en
fimm. Stundum smakkaði ég ekki vín í nokkra mánuði sam-
fleytt. Mér þótti áfengi aldrei gott á bragðið, ég smjattaði aldrei
á því. Ég lét það renna niður um kverkarnar eins og ósjálfrátt.
Sænskt bankó var eina vínið sem mér þótti gott.
En þótt mér geðjaðist ekki bragðið af áfenginu, þá áttu áhrifin
vel við mig. Þau lyftu mér upp úr gráma hversdagsleikans,
jöfnuðu út andstæður lífsins, gerðu veraldarhöfin að væðum
sprænum og breyttu fjöllunum í sléttar brautir. Þau fengu mig
til að gleyma þeirri óþægilegu staðreynd, að ég var meiri hluta
ársins blautur í fætur, átti aldrei skóhlífar, aldrei frakka, aðeins
margbrostna gljákápu, sem ég reyndi að hylja með líkama minn
í rigningum.
Áfengið flutti vitund mína inn á tilverustig, sem var eins og mitt á
milli tveggja veruleika. Það losaði mig frá hinum stálharða veruleika
þessa bölvaða heims og kom mér í námunda við eitthvað miklu fín-
gerðara, fegurra og sælla, sem ég náði þó aldrei neinni festu á. Þegar ég
var kenndur var ég síglaður, góðlyndur, rómantiskur og lýriskur innan til
í sálinni, en reyndi að hylja þessar dásemdir með spaklegri skynsemi. Ást
mín til elskunnar minnar varð margfalt sterkari, miklu dýpri, fegurri og
hreinni. Hún varð að eins konar andlegri veru, sem reikaði um græna
TMM 1991:2
23