Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1991, Qupperneq 25

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1991, Qupperneq 25
kostað hann stöðuna, því að Garðar sat um hvert tækifæri að koma honum frá skólastjóminni. Endirinn varð því sá, að mér var vísað frá kennslunni. Það kom nú í ljós, að fáir eru vinir hins fallna. Aðeins tveir menn víttu opinberlega þessa framkomu skólastjóranna. Allir hinir, sem voru þó í sjöunda himni yfirpólitískum skrifum mínum þögðu. Leiðtogar Alþýðu- flokksins, hverra málefni ég hafði barist fyrir af eldmóði, steinþögðu, höfðust ekkert [að]. Og verkafólkið, hvers málstað ég hafði tekið [?]oft- lega, lét þetta sér óviðkomandi. Ég held ég megi segja, að þessir atburðir hafi verið fyrsta lexía mín í hinni dýpri mannþekkingu. Eftir þetta haust stóð öll verkalýðshreyfingin og allt manneðli fyrir mér í nýju ljósi. Það var eins og svift hefði verið meðfæddri hulu frá augum mínum. (Bls. 299-306). Áfengi Ég hef aldrei verið drykkjumaður. En á árunum 1909 til 1918 fór ég einstöku sinnum á fyllirí, stundum eitt kvöld í mánuði, stundum tvö, stundum þrjú, stundum fjögur, aldrei meira en fimm. Stundum smakkaði ég ekki vín í nokkra mánuði sam- fleytt. Mér þótti áfengi aldrei gott á bragðið, ég smjattaði aldrei á því. Ég lét það renna niður um kverkarnar eins og ósjálfrátt. Sænskt bankó var eina vínið sem mér þótti gott. En þótt mér geðjaðist ekki bragðið af áfenginu, þá áttu áhrifin vel við mig. Þau lyftu mér upp úr gráma hversdagsleikans, jöfnuðu út andstæður lífsins, gerðu veraldarhöfin að væðum sprænum og breyttu fjöllunum í sléttar brautir. Þau fengu mig til að gleyma þeirri óþægilegu staðreynd, að ég var meiri hluta ársins blautur í fætur, átti aldrei skóhlífar, aldrei frakka, aðeins margbrostna gljákápu, sem ég reyndi að hylja með líkama minn í rigningum. Áfengið flutti vitund mína inn á tilverustig, sem var eins og mitt á milli tveggja veruleika. Það losaði mig frá hinum stálharða veruleika þessa bölvaða heims og kom mér í námunda við eitthvað miklu fín- gerðara, fegurra og sælla, sem ég náði þó aldrei neinni festu á. Þegar ég var kenndur var ég síglaður, góðlyndur, rómantiskur og lýriskur innan til í sálinni, en reyndi að hylja þessar dásemdir með spaklegri skynsemi. Ást mín til elskunnar minnar varð margfalt sterkari, miklu dýpri, fegurri og hreinni. Hún varð að eins konar andlegri veru, sem reikaði um græna TMM 1991:2 23
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.