Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1991, Side 29

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1991, Side 29
Ég gat ekkert botnað í, hvemig ég fór að verða svona fullur af jafnlitlu tilefni. En viku síðar bar það til, að maðurinn, sem drakk með mér úr flöskunni fannst örendur í snjó og kulda sunnan við Vatnsmýrina milli Reykjavíkur og Skerjafjarðar. (Bls. 179-189). Ljóöageröin Á þessum árum fékkst ég dálítið við að yrkja, en þó ekki svo að ég tæki slíka viðleitni neitt alvarlega. Ég hafði ekki trú á mér sem ástamanni. Og ég hafði ekki heldur trú á mér sem skáldi. Mig langaði ekki heldur neitt verulega til að verða skáld. Ég þráði miklu meira að eignast þekkingu og verða spekingur. Að verða spekingur var það æðsta, sem ég gat hugsað mér, því að spekin var skilyrði hinnar réttu breytni, og rétt breytni hafði verið keppikefli mitt í mörg [ár]. En það var samt sem áður staðreynd að ég hafði mjög mikla skemmtun af Ijóðum, og það sem verra var, einkum lyriskum ljóðum. Og það var næsta staðreynd, að ég fékkst við að yrkja. En ég orti aðeins, þegar andinn kom yfir mig, og ég gerði mér mjög sjaldan far um að láta hann koma yfir mig, ef ekki var lítils háttar upplyfting í aðra hönd, eins og það var kallað að losa vitundina við heilbrigða skynsemi nokkrar klukkustundir. Og það var þriðja staðreyndin, að ég hafði mjög næman smekk á ljóðagerð, „fann það á mér“ undir eins og ég heyrði vísu eða kvæði hvort þetta var góður skáldskapur eða lélegur. En þrátt fyrir dómgreind mína á skáldskap annarra, var ég lengi vel mjög í vafa um, hvort nokkuð eða hvað mikið væri varið í minn eigin kveðskap. Ég las kvæði mín fyrir hinum [og] þessum. Og allir sem ég las þau fyrir virtust hafa gaman að þeim. Margir hrósuðu þeim. Þetta var allt öðruvísi kveðskapur, en maður hafði átt að venjast. Þetta var nýjung. En hvers konar nýjung var það? Sumir sögðu, að þau væru alltof alvörulaus. Einstaka að þau væru siðlaus. Margir sögðu ég yrði mikið skáld, ef ég tæki verkefni mín alvarlega. Mér þótti dálítið vænt um, þegar skáldskap mínum var hrósað. En sú ánægja var þó miklu meiri á yfir- borðinu en undir niðri. Mér fannst nálega allir sem ég umgekkst hafa svo lítið vit á skáldskap, að í hjarta mínu gat ég aldrei lagt neinn trúnað á dóma þeirra. Og að fara að yrkja alvarlega, það var mér lífsómögulegt. Ég var búinn að fá svo róttækan viðbjóð á hinu sentimentala og ónátt- TMM 1991:2 27
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.