Tímarit Máls og menningar - 01.06.1991, Side 46
klósettið. Ég hef alltaf radarinn í gangi þeg-
ar svona hlutir eru á ferðinni.
Frá þessu sjónarmiði er merkileg lýsing
á húsinu gamla í Skuggaboxi.
Já, ég frétti af þessu húsi í Þingholtsstræti
þar sem nú er Stofnun Sigurðar Nordals.
Þegar eigandinn þar féll frá stóð þar eftir
nokkum veginn ósnert heimili frá því fyrir
1930. En því miður var það rifið og tætt í
sundur og selt á uppboði. En starfsmenn
Árbæjarsafns fengu að fara þama áður og
tóku myndir. Og ég fékk þessar myndir
lánaðar og tók ljósrit af þeim og notaði þær
þegar ég var að gera þessa lýsingu. Það
skiptir engu máli í sögunni að það var akk-
úrat þetta hús; en ég notaði þetta efni, það
var eins konar vinnuhagræðing. Það var
auðveldara að hafa þetta svona fyrir sér.
Plásturinn, Garantinn, hellingavar-
inn . . .
Hellingavarinn er nú bara tæki sem ég
sjálfur fann upp þegar ég var ungur. Napp-
plásturinn aftur á móti byggir á Tjarnar-
plástrinum, en leynileg uppskrift að honum
gengur milli kvenna í föðurætt minni.
Nú?
Já. Ég hef að vísu aldrei séð hann og það
er leyndarmál hvemig hann er búinn til.
Svo get ég sagt þér frá öðru dæmi sem
lýsir þessum vinnubrögðum. Það er smá-
saga í Ofsögum sagt um dreng sem er nem-
andi í Verslunarskólanum og lendir í
erfiðum málum. Það er einhvem tíma fyrir
stríð sem þetta er látið gerast. Hún heitir
„Lagerinn og allt“. Og þar er eitt atriði þar
sem úrvalssveit í vélritun er að vélrita við
forleikinn að Vilhjálmi Tell eftir Rossini.
Þetta er þannig til komið að ég var að skoða
gömul skólablöð úr Verslunarskólanum
sem móðir mín átti. Þar rakst ég á ljósmynd
þar sem er sýndur úrvalsflokkur í vélritun
uppi á sviði. Og ég sé að hún er þar. Ég fer
eitthvað að spyrja hana út í þetta. Hún sagði
mér að eitt af því sem þessi úrvalsflokkur
hefði gert hefði verið að vélrita við for-
leikinn að Vilhjálmi Tell eftir Rossini. Og
þá lét ég söguna bara byrja á því að dreng-
urinn rýkur út af því að vélritunarkennarinn
rekur hann úr þessum úrvalsflokki. Að öðru
leyti kemur sagan þessu máli ekkert við.
/ nýlegu blaðaviðtali (Mbl. 20/4 1991)
nefnirðu að oft sé verið að skamma íslenska
höfunda fyrir að skrifa mikið um œsku sína.
Sjálfur virðist þú fremur nota ýmist sagn-
frœðilegt eða samtímalegt efni. Hefur þér
aldrei dottið í hug að gera þér mat úr
bernskuárunum?
Jú, ég hef nú gert það. Það em t.d. sagan
úr Vatnaskógi („Ur endurminningum rót-
tekjumanns I. Ég var eyland“) og ein saga
sem gerist í sveitinni þar sem hringur týnist.
En efni úr bemsku manns getur líka birst
með ýmsu móti.
Skáld og mál
Stundum er talið að skáld hafi sérstakt
vitsmunalegt hlutverk, að vinna þeirra með
tungumálið sé á einhvern hátt vitundar-
víkkandi og sé rannsókn í sjálfri sér, sem
bœti boðskiptakerfið.
Já, ég veit ekki alveg hvort maður getur
sagt að maður sé að bæta eitthvað. En það
er staðreynd að miðað við mörg önnur mál,
t.d. ensku, þá vantar íslenskuna hugtök yfir
allan fjandann. Og það er meðvituð stefna
sem hlaðið er undir og þykir lofsverð að
smíða ný orð. Þetta hlýtur auðvitað að hafa
áhrif á þá sem hafa beinlínis atvinnu af því
að vinna með móðurmálið. Og ég er alveg
viss um að skáld á Islandi gegna þýðing-
44
TMM 1991:2