Tímarit Máls og menningar - 01.06.1991, Side 49
Sigurður Ingólfsson
Geðklofinn í Gothamborg
Sagan um Leöurblökumanninn eöa Batman er sú teiknimyndasaga sem
hefur náö einna mestri frægö á undanförnum áratugum, auk þess sem
saga hans hefur birst í kvikmynd, á bókum og í sjónvarpsþáttaröð. Hér er
sagt frá ferli Batmans og erkióvinar hans Spaugarans og tekin dæmi úr
nýlegri bók um kappann, sem kennd er viö Arkham geöveikrahæliö.
Sturlun drengs
Árið 1939, birtist fyrsta sagan um Batman
í maíhefti teiknisögublaðsins Detective
Comics. Sagan, sem heitir „The Case of the
Chemical Syndicate“,‘ er eftir Bob Kane,
og segir frá milljónamæringnum Bruce
Wayne og tvöföldu lífi hans. Hann er á
yfirborðinu meinlaus munúðarseggur sem
á allt of mikið af peningum, en á nóttunni
klæðir hann sig í leðurblökubúning og herj-
ar á glæpamenn. í vorhefti ársins 1940 er
sögð sagan um það hvers vegna Batman tók
upp þessa iðju. Á leið heim úr bíói lentu
foreldrar hins unga Bruce Wayne í útistöð-
um við glæpamann, sem lyktaði með því að
hann drap hjónin en skildi drenginn eftir
nær frávita af harmi (seinna kom fram að
þau höfðu verið að sjá myndina „Merki
Zorrós“). Drengurinn sór að hefna sín.
Hann þjálfaði sig líkamlega og andlega
þannig að hann varð afburðamaður á báð-
um sviðum. Fimmtán árum eftir dauða for-
eldranna situr Bruce Wayne heima í stofu
og veltir því fyrir sér hvernig hann eigi að
dulbúast, því hann veit að ef hann gengi inn
í undirheima stórborgarinnar í búningi hins
venjulega manns, þá tæki enginn mark á
honum. Þá gerist undrið: Inn um stofu-
gluggann flýgur leðurblaka og Bruce
Wayne les dulin skilaboð úr flugi hennar,
atburðurinn er honum tákn. Wayne er í sál-
rænum kröggum og les í umhverfi sínu
skilaboð sem segja honum að hann eigi að
gerast leðurblaka. Þetta er greinilegur geð-
klofi. Allar götur síðan, í 52 ár, hefur Bruce
Wayne verið klofinn persónuleiki, þar sem
hann er á yfirborðinu milljónamæringurinn
Wayne sem berst fyrir réttlæti, en undir
niðri rymur villidýrið Batman sem á sér
aðeins eitt takmark, og það er hefnd.
TMM 1991:2
47