Tímarit Máls og menningar - 01.06.1991, Side 64
niðurlagi Marjas ofaukið — og þá ekki síst
vegna þess sem Helgi lætur ónefnt, þ.e.
predikunar fóstrunnar — stöndum við uppi
með endinn eins og hann er, og hljótum að
túlka söguna alla í stað þess að vísa hluta
hennar til föðurhúsanna.
Eins og fyrr var nefnt eru í lokaþætti
Marjas dregnar ákveðnar hliðstæður með
bemskusögunni og sögu fullorðinsáranna.
Auk þess sem þegar hefur verið talið, segir
sögumaður t.d. að „dimmir og daprir
skuggar" (145) hafi sótt að sál sinni og hún
hafi „skolfið í næðingnum“ (145) er hann
ræddi við fóstruna fullorðinn en sú lýsing
er hliðstæð lýsingunni á líðan hans í
bemsku er hann beið þess í baðstofunni að
endanlega kæmist upp um hann.
Kristján Karlsson, bendir á að niðurlag
sögunnar sé „listrænn rammi“ hennar.
Hann segir að það vitni um „mótsögn sem
er fólgin í aðferð raunsæisstefnunnar“, sag-
an eigi að vera hlutlæg en jafnframt dæmi-
saga og höfundurinn en ekki lesandinn eigi
að ráða útleggingunni. Kristján kemst að
þeirri niðurstöðu að sagan fjalli um „einka-
mál“ en útfærir þá túlkun sína ekki nánar.1'
Ólafur Jónsson, sem er í ýmsu sammála
Kristjáni, lítur hins vegar svo á að með
niðurlaginu „missi höfundur . . . vald sitt á
sögunni“ og þá einkum af málfarsástæðum.
Hann segir m.a.:
En þó svo sé litið til að niðurstaða sögunnar
sé að öllu leyti einkamál sögumannsins, og
eigi ekki að kenna öðrum eitt eða neitt,
verður hún aðallega til að veikja tiltrú les-
andans til hans og ómerkja að því skapi
sjálfa þá reynslu sem var þó efni sögunnar.
Af því að huglæg merking sögulokanna
stendur ekki í neinu lífrænu, rökréttu sam-
hengi við hlutlæga merkingu meginsög-
unnar, sjálft yrkisefni hennar.
Þegar hliðstæðumar sem dregnar eru með
„sögunum“ tveimur í Marjas eru skoðaðar
með hliðsjón af nafni sögunnar, vaknar sá
grunur að nafnið vísi ekki aðeins til þess að
mennimir standi andspænis gjörðum sínum
og kenndum sem böm andspænis spilum
eða „hrófatildri“ — en það orð er m.a. skýrt
sem „spilaborg“ í fyrrnefndum Skýringum
við Lestrarbók.14 Nafnið kann m.ö.o. að
vera lykillinn að þeirri sögu sem aðeins er
gefin í skyn. Eða liggur ekki beint við að
ætla að af nafninu og „hjónaspilinu" sem
lýst er í bemskusögunni, eigi lesandinn að
draga þá ályktun að fuliorðinn hafi sögu-
maðurkomið illa fram í öðru „hjónaspili“?
Slíka túlkun styðja bölbænir Gríms yfir
drengnum en líta má svo á að þær verði
áhrínsorð. Svipaða sögu er að segja um
skýringar sögumanns við bemskusöguna,
sem sumar má túlka sem leiðarvísa til skiln-
ings á „seinni“ æmmissi hans, t.d. þessi orð:
Þetta marjasarkvöld var fagnaðarhátíð,
sæll draumur sem mennina dreymir ekki
nema örsjaldan á ævinni. (137, breytt letur
hér)
Þessi skilningur á Marjas breytir kannski
ekki heildarniðurstöðum við túlkun sög-
unnar. Hann leiðir hins vegar í ljós að saga
fullorðinsáranna er í rökréttu samhengi við
merkingu bemskusögunnar. Hann gefur
einnig fyllri mynd af andstæðunum sem í
sögunni birtast, (bam vs. fullorðinn, óaf-
vitandi vs. vitandi vits, óreyndur vs. reynd-
ur o.s.frv.), og sýnir að niðurlagið vitnar
ekki aðeins um útleggingarþörf söguhöf-
undar eða trúar- og siðferðishugmyndir,
sem menn hafa verið mishrifnir af. Svo
víðtæka skírskotun sem Marjas kann að
hafa sem dæmisaga em það ótvírætt ásta-
mál sem söguhöfundur setur í brennidepil,
62
TMM 1991:2