Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1991, Side 80

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1991, Side 80
má sveita- eða hjarðlífi í öðru ljóði Para- dísar missis er að mínu viti líkingin sem lýsir stemningunni í helvíti, þegar sam- komu djöflanna er nýlokið: svo mörk fjöldfiðruð fyllist lífi, kveða kvöldhörpur kvakandi fugla, tjáir hljómur hár hjörð glaðværa I.. .1 (14:284-85) Þriðja ljóðið byrjar á því, að sögumaður ávarpar ljós himinsins, og segist varla geta lýst því, þar sem hann sé blindur, eins og skáldið Milton var í raun og veru þegar hann orti Paradísar missi. Þegar sögumað- urinn fjallar um blindu sína, kemur í ljós, að hann saknar þess sérstaklega að sjá „hjarða hópa“ og líka „auglit manna“, sem hann kallar „guðdómligt“ í vísu þar sem hann virðist tengja saman guð, manneskju og sauðfé á hátt sem minnir á það að Kristur er bæði guð og manneskja, í senn hirðir og fómarlamb: Sér-at ég vorblóm né sumarrós, ei hjarðar hópa í haugum káta, eigi guðdómligt auglit manna, heldur í þess stað er þykkvu skýi af myrkri sífelldu mig um orpið. (15:231) Hugmyndin um tengingu milli myndmáls sem tengist sveit og hinnar töpuðu paradís- ar er gefin í skyn síðar í sama ljóðinu, þar sem bent er á það, að kórónur englanna í himnaríki eru „alþakta(r) gulli“ og |. ..] með amarant ódauðligum, er hjá eik lífsins í Eden stóð og bar blómstur fyrr, en var burt tekinn fyrir fall manns, og fluttur aftur til himins, hvaðan hann var í fyrstu. (15:248) í þriðja ljóðinu, þegar verið er að lýsa ferð Satans frá helvíti til jarðarinnar, þar sem hann á eftir að valda syndafalli manna, er hann loks borinn saman við hauk (reyndar gamm í frumgerðinni) sem fer „langa leið“: til heiðarhaga þar hjarðir alast, að hann ljúffengu lamba kjöti fái saddan sig og sjúgandi kiða. (15:253) Eins og þessi dæmi sýna, eru hjarðskáld- skaparímyndir svo einkennandi fyrir Para- dísar missi að jafnvel djöflunum er lýst með þeim — en yfirleitt á frekar neikvæðan hátt; þeim er líkt við þurrt lauf, skaðlegar bý- flugur og jórtrandi naut. En oftareru djöfla- líkingar kvæðisins í heild sóttar til hem- aðar, iðnaðarog jafnvel verkfræði, og verða þar með andhverfa sveitalífs. Dæmi um þetta í fyrsta ljóðinu er lýsingin á þeim djöflum sem Mammon stýrir og lýsingin á Mulciber (13:315-316, 318). Þannig má lesa Paradísar missi sem eins konar Gerplu, þar sem sveitalíf er yfirleitt lofað 78 TMM 1991:2
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.