Tímarit Máls og menningar - 01.06.1991, Page 80
má sveita- eða hjarðlífi í öðru ljóði Para-
dísar missis er að mínu viti líkingin sem
lýsir stemningunni í helvíti, þegar sam-
komu djöflanna er nýlokið:
svo mörk fjöldfiðruð
fyllist lífi,
kveða kvöldhörpur
kvakandi fugla,
tjáir hljómur hár
hjörð glaðværa I.. .1
(14:284-85)
Þriðja ljóðið byrjar á því, að sögumaður
ávarpar ljós himinsins, og segist varla geta
lýst því, þar sem hann sé blindur, eins og
skáldið Milton var í raun og veru þegar
hann orti Paradísar missi. Þegar sögumað-
urinn fjallar um blindu sína, kemur í ljós,
að hann saknar þess sérstaklega að sjá
„hjarða hópa“ og líka „auglit manna“, sem
hann kallar „guðdómligt“ í vísu þar sem
hann virðist tengja saman guð, manneskju
og sauðfé á hátt sem minnir á það að Kristur
er bæði guð og manneskja, í senn hirðir og
fómarlamb:
Sér-at ég vorblóm
né sumarrós,
ei hjarðar hópa
í haugum káta,
eigi guðdómligt
auglit manna,
heldur í þess stað
er þykkvu skýi
af myrkri sífelldu
mig um orpið.
(15:231)
Hugmyndin um tengingu milli myndmáls
sem tengist sveit og hinnar töpuðu paradís-
ar er gefin í skyn síðar í sama ljóðinu, þar
sem bent er á það, að kórónur englanna í
himnaríki eru „alþakta(r) gulli“ og
|. ..] með amarant
ódauðligum,
er hjá eik lífsins
í Eden stóð
og bar blómstur fyrr,
en var burt tekinn
fyrir fall manns,
og fluttur aftur
til himins, hvaðan
hann var í fyrstu.
(15:248)
í þriðja ljóðinu, þegar verið er að lýsa ferð
Satans frá helvíti til jarðarinnar, þar sem
hann á eftir að valda syndafalli manna, er
hann loks borinn saman við hauk (reyndar
gamm í frumgerðinni) sem fer „langa leið“:
til heiðarhaga
þar hjarðir alast,
að hann ljúffengu
lamba kjöti
fái saddan sig
og sjúgandi kiða.
(15:253)
Eins og þessi dæmi sýna, eru hjarðskáld-
skaparímyndir svo einkennandi fyrir Para-
dísar missi að jafnvel djöflunum er lýst með
þeim — en yfirleitt á frekar neikvæðan hátt;
þeim er líkt við þurrt lauf, skaðlegar bý-
flugur og jórtrandi naut. En oftareru djöfla-
líkingar kvæðisins í heild sóttar til hem-
aðar, iðnaðarog jafnvel verkfræði, og verða
þar með andhverfa sveitalífs. Dæmi um
þetta í fyrsta ljóðinu er lýsingin á þeim
djöflum sem Mammon stýrir og lýsingin á
Mulciber (13:315-316, 318). Þannig má
lesa Paradísar missi sem eins konar
Gerplu, þar sem sveitalíf er yfirleitt lofað
78
TMM 1991:2