Tímarit Máls og menningar - 01.06.1991, Side 82
bergmálar í kvæðinu „Síðasta orðinu“, þar
sem myndmálið minnir á hjarðskáldskap:
Lamb og fugl á göngu við vatnið,
Tré með nýju brumi. Hæfileg sól í
heilhring.
Ég veit hvað það heitir:
VORLAND!
(Bls. 180)
En í eftirmæli sínu um sjálfan sig skýrir
Friðþjófur frá því, að ótti hans við kven-
menn hefur komið í veg fyrir það, að hann
tæki afleiðingum af ást sinni:
Þannig var lífið. Mér var færður draumur
sem ég þorði ekki að taka við. [...] Sá sem
hefur dvalist í aldingarði ásamt unnustu
sinni og síðan hrakið hana frá sér úr garð-
inum, hann er feigur. Sál hans er feig. Með
skrælnaða tungu hef ég reikað um eyði-
mörk lífsins. (Bls. 116, 120).
En ef paradís er töpuð á stigi sögu í Síðasta
orðinu, þegar greint er á milli sögu, þess
sem gerist, og frásagnar, framsetningar
þess sem gerist, má segja, að á stigi frá-
sagnar eigi sér stað paradísarheimt, þar sem
það sem hefur síðasta orðið í bókinni er
einmitt ástarkvæðið, með sínum fögru
hjarðskáldskaparmyndum.
Hvort sem Steinunn Sigurðardóttir hefur
lesið Paradísar missi eða ekki, er því ekki
að neita, að goðsögnin um syndafallið og
ímyndir hjarðskáldskapar hafa verið henni
til aðstoðar við samningu þessarar skáld-
sögu, sem hefur missi paradísar sem aðal-
þema og sem felur m.a. í sér gagnrýna
athugun á ýmsum bókmenntategundum. Ef
Steinunn hefur þjáðst af áhrifafælni gagn-
vart þeim forníslenskum bókmenntaform-
um sem hún tengir eftirmælum fremst í
bókinni, hafa fyrmefnd goðsögn og ímynd-
ir verið henni til trausts og halds.
Allra síðasta orðið
Röksemd mín er sú, að goðsögnin um
syndafallið, meðal annars í þeirri mynd sem
birtist hjá John Milton og Jóni Þorlákssyni,
hafi haft jákvæð áhrif, beint eða óbeint, á
suma íslenska höfunda að því leyti að hún
hafi látið þeim grundvöll söguþráðar í té og
stutt þá í kvíðakenndri baráttu þeirra við
áhrif frá íslenskum fombókmenntum. En
hvemig sem tengslum þeirra og fomís-
lenskra bókmennta er háttað, ætti það ekki
að sæta neinni furðu þótt goðsögnin um
syndafallið hafi fallið í góðan jarðveg hjá
íslenskum skáldsagnahöfundum jafnt sem
öðrum, þar sem goðsögnin er nátengd þeim
hugtökum, sögu og frásögn, sem ég hef
minnst á og greint á milli hér að framan:
sagan er það sem gerist, og frásögnin fram-
setning þess sem gerist. Samkvæmt þessari
goðsögn, eins og Milton miðlar henni, hefði
mannkynssagan ekki orðið til hefði Eva
ekki valdið syndafallinu með því að eta af
skilningstré góðs og ills, sem henni var
forboðið; án syndafallsins hefðu Adam og
Eva og afkomendur þeirra lifað á jörðu í
atburðalausri sælu þangað til þau hefðu
orðið að englum, eins og kemur fram í
fimmta og sjöunda ljóði kvæðisins.K
Þannig hefur syndafallið veraldarsögu í
för með sér: án fallsins hefði ekki verið nein
saga. En án sögu getur ekki verið nein
frásögn; til þess að hægt sé að setja fram
það sem gerist, í mynd frásagnar, verða
hlutir fyrst að gerast, í mynd atburða. Þann-
ig felur syndafallið í sér ekki aðeins verald-
arsögu, heldur líka heimsbókmenntir, því
að án veraldarsögu hefði mannkynið ekki
80
TMM 1991:2