Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1991, Side 82

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1991, Side 82
bergmálar í kvæðinu „Síðasta orðinu“, þar sem myndmálið minnir á hjarðskáldskap: Lamb og fugl á göngu við vatnið, Tré með nýju brumi. Hæfileg sól í heilhring. Ég veit hvað það heitir: VORLAND! (Bls. 180) En í eftirmæli sínu um sjálfan sig skýrir Friðþjófur frá því, að ótti hans við kven- menn hefur komið í veg fyrir það, að hann tæki afleiðingum af ást sinni: Þannig var lífið. Mér var færður draumur sem ég þorði ekki að taka við. [...] Sá sem hefur dvalist í aldingarði ásamt unnustu sinni og síðan hrakið hana frá sér úr garð- inum, hann er feigur. Sál hans er feig. Með skrælnaða tungu hef ég reikað um eyði- mörk lífsins. (Bls. 116, 120). En ef paradís er töpuð á stigi sögu í Síðasta orðinu, þegar greint er á milli sögu, þess sem gerist, og frásagnar, framsetningar þess sem gerist, má segja, að á stigi frá- sagnar eigi sér stað paradísarheimt, þar sem það sem hefur síðasta orðið í bókinni er einmitt ástarkvæðið, með sínum fögru hjarðskáldskaparmyndum. Hvort sem Steinunn Sigurðardóttir hefur lesið Paradísar missi eða ekki, er því ekki að neita, að goðsögnin um syndafallið og ímyndir hjarðskáldskapar hafa verið henni til aðstoðar við samningu þessarar skáld- sögu, sem hefur missi paradísar sem aðal- þema og sem felur m.a. í sér gagnrýna athugun á ýmsum bókmenntategundum. Ef Steinunn hefur þjáðst af áhrifafælni gagn- vart þeim forníslenskum bókmenntaform- um sem hún tengir eftirmælum fremst í bókinni, hafa fyrmefnd goðsögn og ímynd- ir verið henni til trausts og halds. Allra síðasta orðið Röksemd mín er sú, að goðsögnin um syndafallið, meðal annars í þeirri mynd sem birtist hjá John Milton og Jóni Þorlákssyni, hafi haft jákvæð áhrif, beint eða óbeint, á suma íslenska höfunda að því leyti að hún hafi látið þeim grundvöll söguþráðar í té og stutt þá í kvíðakenndri baráttu þeirra við áhrif frá íslenskum fombókmenntum. En hvemig sem tengslum þeirra og fomís- lenskra bókmennta er háttað, ætti það ekki að sæta neinni furðu þótt goðsögnin um syndafallið hafi fallið í góðan jarðveg hjá íslenskum skáldsagnahöfundum jafnt sem öðrum, þar sem goðsögnin er nátengd þeim hugtökum, sögu og frásögn, sem ég hef minnst á og greint á milli hér að framan: sagan er það sem gerist, og frásögnin fram- setning þess sem gerist. Samkvæmt þessari goðsögn, eins og Milton miðlar henni, hefði mannkynssagan ekki orðið til hefði Eva ekki valdið syndafallinu með því að eta af skilningstré góðs og ills, sem henni var forboðið; án syndafallsins hefðu Adam og Eva og afkomendur þeirra lifað á jörðu í atburðalausri sælu þangað til þau hefðu orðið að englum, eins og kemur fram í fimmta og sjöunda ljóði kvæðisins.K Þannig hefur syndafallið veraldarsögu í för með sér: án fallsins hefði ekki verið nein saga. En án sögu getur ekki verið nein frásögn; til þess að hægt sé að setja fram það sem gerist, í mynd frásagnar, verða hlutir fyrst að gerast, í mynd atburða. Þann- ig felur syndafallið í sér ekki aðeins verald- arsögu, heldur líka heimsbókmenntir, því að án veraldarsögu hefði mannkynið ekki 80 TMM 1991:2
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.