Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1991, Page 84

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1991, Page 84
Stefán Steinsson Læknasagan Úti var kyrrt sumarkvöldveður, mjög fagurt, þegar þau bönkuðu upp á hjá mér á stofunni og færðu mér lík grátandi. Það var af ungum manni, algerlega hreyfingarlausum. „Hann er dáinn,“ grét ein stúlkan og raunar var hún sú eina þeirra sem grét að ráði. Hún var unnusta líksins. Hin snöktu lítillega, eldri systir unnustunnar, eða mér sýndist hún snökta, sennilega var það vitleysa og maðurinn sem keyrði þeim til mín á vagni aftan í dráttarvél, hann snökti mjög lítið, sennilega ekki neitt. Ég held næstum hann hafi glott. Ég spurði snögglega um tildrög slyssins. Dráttarvélarslys. Ég gekk þá út að glugganum og horfði lengi út. Hér var hvort eð var lítið hægt að gera, úr því sem komið var. „Nei, það var ekki þessi vél,“ sagði maðurinn sem glotti, „þú sérð að hún er óskemmd.“ Það var rétt, vélin hans var sem ósnert mey, hrein og strokin enda aldrei í heyskap komið né leðju, aðeins ekið um á klæðningu þetta sumar. Hann er ekki bóndi nema til gamans. „Er ekkert hægt að gera?“ spurði stúlkan sem grét. „Nei,“ sagði ég og sneri mér við. Þá umlaði líkið og bað um vatn. Ég sá strax, að þau höfðu platað mig og hann var ekki dáinn. Ég varð ergilegur, varla var það lækni sæmandi að gá ekki að því sjálfur, hvort gestur hans væri dauður eða lifandi, en treysta á lýsingar grátandi kvenna, sem kunnu að vera í alls konar skapi. „Ekkert vatn,“ sagði ég og keyrði honum hratt inn á aðgerðarherbergi. Hann lá á hjólabekk og sportbóndinn var farinn að glotta meira og hjálpaði mér nú með hann upp á lítið, settlegt skurðarborð sem notað er A 82 TMM 1991:2
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.