Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1991, Page 85

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1991, Page 85
í minni húsum. Þegar við hreyfðum á honum fótinn stundi hann. Ég sá, að hægri mjóaleggurinn var klossbrotinn, skammt ofan við ökla. Mér lá þó meira á að líta á hökuna og hálsinn. Þar voru miklir skurðir, líkt og eftir hálfbeittan hníf. Já, rúðuglersskurðir, hugsaði ég. „Hvemig vildi þetta til?“ „Hann velti ofan á sig vélinni, allt svo ekki minni, sinni,“ sagði sportbóndinn. „Það voru skurðir um allt.“ Einmitt. „Hér eru líka skurðir." Þegar ég glennti skurðina upp og þvoði, varð sportbóndinn fölur og fór fram að tylla sér. Inn kom unnustan og grét ákaflega. „Verður þetta nokkum tíma í lagi?“ spurði hún með hástafagráti og spýttust tárin frá henni yfir gest minn. Þá varð ég reiður. „Vilt þú skammast fram á biðstofu dræsan þín og andskotast til að sitja þar á þörmunum þangað til ég er búinn,“ sagði ég. Hún fór fram engu hressari. Ég veit að þetta var ekki læknislegt, en sumum mönnum leiðist pjatt. Þegar ég hafði deyft líkið umlandi og saumað nokkur spor, kom eldri systirin inn. Það er skynsöm stúlka. Þegar hún rak sig á fótinn veika og lfkið öskraði, þá sagði hún „Jesús minn og allir almáttugs guðs náðugir andar“ og eitthvað fleira gott í þeim dúr. Ég nam ekki orðin, en varð strax hrifinn. Þegar augnaráð mitt og eldri systurinnar mættust yfir litla skurðar- borðinu stóðumst við ekki mátið. Við stjómuðum okkur vart fyrir mann- legum tilfinningum. Við fengum tár í augun af ást og löngun. Þá lagði ég áhöldin frá mér og fór með stúlkuna inn í geymslu við hliðina á að- gerðarherberginu. Líkið lá eftir á borðinu og umlaði. „Mér er svo illt í fætinum mínum,“ sagði það. En ég var þá þegar orðinn upptekinn af grefils æðislegum og vatnsmiklum kossum sem gengu milli okkar eldri systur unnustu líksins. I kompunni hafði verið myrkur, en ég kveikti loftljós. Þar voru skúr- ingaáhöld, msl og strauborð, en ástin og löngunin spyrja ekki að slíkum smámunum. Nú vil ég bægja allri klámhugsun út úr huga lesandans, áður en hann fer að halda eitthvað vafasamt. Ef ég man rétt, þá gerðist ekkert í kompunni þeirrar tegundar, sem fólk kallar að eitthvað hafi gerst, nú á TMM 1991:2 83
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.