Tímarit Máls og menningar - 01.06.1991, Side 94
örlítill garður, götuspotti, en undir glugganum svignaði skrifborð með
fellihurð undan pappírum, pennadósum og þar öndvert væri tágastóll. Á
kommóðu sæti sími, dagatal bundið í leður, rissblokk. Enn væri gengið
í gegn um dyr fram hjá snúanlegri bókahillu, lágri og ferkantaðri með
stórum ávölum vasa, bláleitum, fullum af gulum rósum og þar fyrir ofan
tæki við aflangur spegill í mahóníumgjörð og því næst mjótt borð áfast
tveimur bekkjum með skosku áklæði — og þá værum við komin aftur
að leðurtjaldinu.
Allt væri brúnt, okkurgult, rauðgult, gult: temprað litróf þar sem
litimir væru vandlega, næstum vandvirknislega samvaldir en svo upp úr
þurru kæmu skærari kaflar á óvart, næstum æpandi appelsínulitur á púða,
litskrúðugir kilir hér og þar inn á milli bókbandsins. Um hábjartan dag
myndi flæðandi ljósið ljá þessari stofu ögn dapurlegt yfirbragð, þrátt fyrir
rósirnar. Þetta væri kvöldherbergi. Á vetuma væm tjöldin dregin fyrir og
spottljós hér og þar, bókahornið, plötusafnið, skrifborðið, lága sófa-
borðið, dauft endurkastið frá speglinum — og stóm skuggaflákamir þar
sem glampaði á valda hluti, gljáandi viðinn, silkið vel útilátið og gæða-
legt, mótaðan kristallinn, mjúkt leðrið — hér væri griðastaður, ham-
ingjuland.
Fyrsta hurðin lyki upp herbergi þar sem gólfið væri þakið ljósu teppi.
Stórt enskt rúm fyllti miðbik herbergisins. Á hægri hönd, beggja megin
glugganna gæti að líta tvær uppháar hillur sem hefðu að geyma bækur
sem sífellt væm í handfjötlun ásamt albúmum, spilum, pottum, perlufest-
um, glingurglysi. Á vinstri hönd stæði gömul eikarkommóða og tveir
fataþjónar úr viði og kopar andspænis litlum tuskustól með fínstrikuðu
silki og snyrtiborði. Inn um hurð í hálfa gátt sæi til baðherbergis með
þykkum baðkápum, koparkranar með svanahálsum, stór hreyfanlegur
spegill, tveir rakhnífar ásamt tilheyrandi grænlitum leðurslíðrum, flösk-
ur, homskeftir burstar, svampar. Sjálfir væru herbergisveggimir tjaldaðir
indversku klæði; rúmið væri hjúpað skosku teppi. Náttborð með víravirki
úr kopar á þrjár hliðar og stæði á því silfurkertastjaki með skermi úr
fölgráu silki. Þar gæti einnig að líta ferkantaða klukku, rós í vasa á fæti
og fyrir miðri hiilu væm samanbrotin blöð og tímarit. Við fótastokk
rúmsins væri stór pulla úr náttúrulegu leðri. Yfir gluggunum rynnu
92
TMM 1991:2