Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1991, Side 101

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1991, Side 101
Jón frá Pálmholti Lítil samantekt um Goran Goran var höfuðskáld Kúrda á þessari öld, og ljóð hans njóta mikillar virðingar með þjóð hans og lýsa henni í harðri og oft miskunnarlausri baráttu fyrir þeim mann- réttindum að fá að vera sérstök þjóð og rækta menningu sína og siði. Goran er skáldnafn og þýðir bóndi. Það er skylt nor- rænu orðunum garður eða gard, og rússn- esku orðstofnunum grad og gorod. Þetta sýnir m.a. skyldleikann milli kúrdísku og annarra indógermanskra mála, en Kúrdar eru taldir af indóevrópskum stofni og um margt ólíkir aröbum. Goran hét réttu nafni Ebdulla Suleiman, sem er arabískt nafn, en það nafn taldi hann ekki hæfa sínum kúrdíska skáldskap. Hann var af gamalli furstaætt, þar sem skáld- skapur og aðrar listir voru í hávegum hafð- ar, t.d. ortu faðir hans og afi báðir ljóð sem enn lifa með þjóðinni. A tíð Gorans var þessi gamla ætt orðin fátæk og lifði af búskap sínum einsog flestir Kúrdar. Goran fæddist í þorpinu Helebce í írakska hluta Kúrdistans árið 1904. Hann stundaði venjulegt skólanám í heimabæ sínum og las Kóraninn einsog þá var siður og er víða enn. Fjölskyldan tilheyrði íslam og arabísk áhrif þykja nokkuð áberandi í fyrstu ljóðum skáldsins. Síðar stundaði Goran nám í nátt- úrufræði við háskóla í Kerkuk og varð kennari í heimaþorpi sínu árin 1925-1937. Á tíma seinni heimsstyrjaldarinnar vann Goran við útvarpsstöð í Jaffa í Palestínu. Þaðan var útvarpað á kúrdísku áróðri gegn nasisma og fasisma. Goran var alla tíð sósí- alisti. Þrjár ljóðabækur komu út eftir Goran meðan hann lifði. Þær heita Úrparadís og minningar árið 1950, Tárin og list útgefin sama ár og Náttúra og andi, sem var gefin út árið 1958 en komst ekki í almenna dreif- ingu fyrr en tíu árum seinna. Goran tók virkan þátt í pólitísku starfi og sat mörg ár í fangelsi vegna skoðana sinna. Hann var djarfur uppreisnarmaður á sviði skáldskapar og þjóðmála. Hann lést úr krabbameini árið 1962. Lars Báckström þýddi úrval ljóða Gorans á sænsku með aðstoð kúrdísku mennta- mannanna Bakthiar Amin og Ferhad Shakely. Sú þýðing var notuð við útlegg- ingu þessara ljóða. TMM 1991:2 99
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.