Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1991, Page 104

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1991, Page 104
um mælgi og orðaflæði en slíkt er í sjálfu sér auðvelt kjósi menn að fylgja þeirri einkennilegu dægurkenningu að gæði skáldverka séu í beinu hlutfalli við orðfæð þeirra. í umræðu um verk Thors er Grámosinn glóir oft nefndur eins og merkilegt frávik frá öðrum verkum skáldsins. Slfka einföldun er ég á engan hátt fús að samþykkja því verkið erekki í áber- andi mótsögn við þær sögur sem á undan fóru. En eftir útgáfu Grámosans virtist sem þjóðin hefði loks stigið skref til stórskálds síns, hikandi og hægt, en skrefið steig hún engu að síður þó að einhverjir hafi snúið dæminu við og haldið því fram að það hafi verið skáldið sem loks rataði til þjóðarinnar, það hefði breyst, orðið annað en það áður var. Þeir sem héldu fram umbreytingu skáldsins duttu þar niður á snjalla lausn því með henni komust þeir hjá að viður- kenna að þeir hefðu aldrei skilið eða metið fyrri verk skáldsins að verðleikum. Líkast til hefði aldrei reynst annað en erfitt að fylgja eftir stórvirki á borð við Grámosann. Náttvíg sem kom út árið 1989 stenst ekki sam- anburð við þá bók. En Náttvíg er engu að síður listavel unnið og var ótvírætt besta skáldverk síns árs þó að hinar ágætu verðlaunaakademíur landsins hafi á sínum tíma ekki áttað sig á því. Náttvíg: Bygging og persónusköpun Leigubílstjóri leiðir hugann að atburðum tveggja nátta. Minningar fyrri næturinnar hefj- ast þar sem hann situr að drykkju á öldurhúsi. Af veitingahúsinu heldur hann út í nóttina ásamt fleira fólki. Höfð er viðkoma á nokkrum stöðum en endað í gleðskap í heimahúsi. Þar birtist skyndilega stúlka sem setið hafði á öld- urhúsinu og leigubílstjórinn eitt sinn þekkti. Hún lýsir vígi á hendur sér og er handtekin. Minningar seinni næturinnar taka við þar sem þrír dólgar neyða bflstjórann í ferð með sér í hús þar sem þeir misþyrma gömlum hjónum og ræna þau. Við rannsókn málsins leitar lögreglan aðstoðar bílstjórans við að hafa upp á illvirkj- unum og þeir eru loks handsamaðir. Þetta er hinn eiginlegi söguþráður Náttvígs. Og þyki einhverjum sem hann sé hér rakinn heldur stuttlega þá stafar það af því að þessi söguþráður er ekki hið leiðandi afl sögunnar og væri misskilningur í því fólginn að einblína um of á hann. Það er jafnvel ekki fráleitt að halda því fram að söguþráðurinn varði litlu, sé nánast umgerð um mikilvæg og margvísleg stef og ítrekanir verksins. Margt í frásagnaraðferð sög- unnar bendir til að svo sé. Hún er á engan hátt einskorðuð við sjónarhom eða minningar þessa ákveðna leigubflstjóra heldur hvarflar hún milli persóna er við sögu koma. Verkið reynist því einnig, og ekki síður, minning þeirra og frásögn af þeim. Hið sama á við um fjölmarga innskots- kafla verksins, en að þeim verður vikið síðar. Hið hverfula og síkvika sjónarhom sögunnar brýtur sífellt upp frásögnina og ekki er óalgengt innan sama kafla að fyrstu eða annarrar persónu frásögn taki skyndilega við af þriðju persónu frásögn eða hugsun einnar persónu víki alls óvænt fyrir hugsun annarrar. Þessi einkenni setja mjög svip sinn á fyrri hluta verksins. Akveðin skil eru milli fyrri og seinni hluta Nátn’ígs. Framvinda fyrri hlutans er hæg og er sá hluti að mestu safn mannlífsmynda. í þeim lýsingum ríkir ákveðin einsemd og vonleysi. Fólk þekkir ekki hvert annað og kannski síst af öllu sjálft sig. I rauninni gerist hérekki svo ýkja margt nema það að menn sitja einir að einsemd sinni og dekra minningar sínar. Og þegar loks unga konan játar á sig morð og lýsir atburðinum þá er samt enn eins og ekkert hafi gerst, það var eins og merkingarlaus atburður. Frásögnin er byggð upp af umtalsverðu hug- viti og stfllinn gerir sitt til að skapa angurværa stemmningu. Öðru hverju er létt á frásögninni með óvæntri hnyttni svipaðri og hér: „Hann hafði svo lengi þótt skemmtilegur í samkvæm- um að hann vissi ekki fyrr en hann var orðinn svo leiðinlegur að enginn nennti að tala við hann lengur." (Bls. 52-53). Með síðari hluta verksins hefst frásögn sem er í flestu andstæða fyrri hlutans. Frásögnin er nú einskorðuð við upprifjun leigubílstjórans. 102 TMM 1991:2
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.