Tímarit Máls og menningar - 01.06.1991, Síða 114
minn“ á plötu, heldur Ingibjörg Þorbergs (raun-
ar líka á ensku).
Frá Norðurlöndum barst ekki bara eitt og eitt
lagáþessumárum uppúr 1950, heldurfjölmörg
og sömuleiðis frá Frakklandi, Italíu og Þýska-
landi.
Upptalning á íslenskum dægurlagahöfundum
fyrri tíma á bls. 12 er ansi tilviljanakennd og
gerir höfundur lítið úr þeirri miklu grósku sem
hér var í dægurlaga- og textagerð allt frá því
snemma á fjórða áratugnum.
Til fróðleiks má geta þess að fyrsta sigur-
ganga tangósins var fyrir fyrra stríð, ekki á
millistríðsárunum og þó hann hafi e.t.v. ekki
borist hingað fyrr en eftir 1920. Sigurganga
rúmbunnar hófst fyrir 1930.
Mér kemur á óvart að höfundur skuli telja
lagið „Singing the Blues“ til rokklaga því það
er upphaflega úr kántrí-geiranum og varð ekki
vinsælt erlendis sem rokklag. Vinsælasta út-
gáfan var með Guy Mitchell, en hann flutti lagið
með hljómsveit Ray Conniff en starfaði áður
með sjálfum erkihertoga flatneskjunnar, Mitch
Miller. Má kannski segja að Skapti og félagar
hafi rænt laginu, snúið því upp á andskotann og
gert það að rokklagi?
Lagið „Water, Water“ var oft flutt í útvarpinu.
Hafi það nokkurn tíma verið bannað (bls. 48)
var það ekki fyrr en eftir margra mánaða vin-
sældir.
Mér er ekki kunnugt um sölu á fyrstu stóru
dægurlagahljómplötum íslenskra tóna, en þær
komu út 1960. Þessarar útgáfu hefði mátt geta
á bls. 93 þar sem minnst er á fyrstu íslensku
stóru plötumar. Einnig kom út stór vinsæl plata
með Hauki Morthens um svipað leyti og Svavar
Gests fór af stað með sína útgáfu.
Á bls. 151 segir að uppvaxandi maóistar í
Ósló hafi aðstoðað Megas við útgáfu á fyrstu
plötu hans. Hvenær varð Steingn'mur Gunnars-
son maóisti? Þetta er óttalegt bull.
Mætti ekki einhvers staðar geta hljómsveit-
arinnar Falcon frá Bíldudal? Fleiri mætti nefna
sem ekki er getið, en einhverjir verða víst alltaf
útundan í bók sem þessari.
Á bls. 170 er talað um að stíll Ingibjargar
Þorbergs sé ýkturog leikrænn. Þetta eru óþarfir
fordómar. Höfundur hefur sjálfsagt ekkert
hlustað á söng Ingibjargar eftir að hann varð
fullorðinn og ætti því sem minnst um hana að
segja og allra síst í beinu samhengi við bama-
lagaplötu Megasar, en hann er einn af allra
einlægustu aðdáendum söngkonunnar og er síst
af öllu að forðast hennar stíl.
Á bls. 185 fellur höfundur í þá freistni að gera
lítið úr Gylfa Ægissyni. Sannleikurinn er hins
vegar sá að Gylfi hefur fengið margar mjög
góðar hugmyndir og alls ekkert færri eða
ómerkilegri en margir þeir sem hrósað er í bók-
inni. Spyrja má hvort höfundur sé ekki laus við
ótta um álit lesenda fari hann að hrósa Gylfa.
Lokaorð
Fagna ber útgáfu þessarar bókar og er hún
skyldulesning allra þeirra sem velta vöngum
yfir íslenskri tónlistarsögu. Höfundur ryður
grýttan veg og talsvert áræði hefur þurft til að
leggja í þetta verkefni og þegar á heildina er litið
hefur vel tekist til. Lítið er um beinar villur og
þó síðari hluti bókarinnar sé nokkuð stagl-
kenndur á köflum er hún yfirleitt mjög læsileg.
Eins og fram hefur komið hér að framan má
sums staðar sitthvað setja út á efnistök. Höfundi
tekst þannig ekki að losa sig undan þjóðsögunni
um að allt sem máli skiptir byrji eftir 1955.
Hann getur þó huggað sig við það að hann er
ekki einn um að falla í þessa gryfju, það virðast
flestir rokkfræðingar erlendir hafa gert líka (þó
ekki allir). Á síðustu síðum bókarinnar gætir
óþarfa veraldarmæðu sem er í nokkurri and-
stöðu við efnistök að öðru leyti.
Næsta bók Gests mætti verða ítarlegt upp-
flettirit um íslenska dægurtónlist (ekki bara
rokk), eins konar útvíkkun á ágætum viðauka
þessarar bókar og hlakka ég til að líta í það rit,
ef af yrði.
Trausti Jónsson
112
TMM 1991:2