Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1992, Side 6

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1992, Side 6
inn, háðsk á svip, því þó hún viti ekki hver hún er og þó karlmaðurinn skeyti ekki alltaf um hana, þá man hún eftir kórunni (en svo heita fyrstu og bestu tilfinningaböndin), samrunanum og hlýjunni. Og þó hún sé í ástlausri útlegð, getur hún hugsað og hún hugsar í hringi og ímyndar sér nýjan heim, þar sem karlmaðurinn er ekki grjót og hún ekki rugluð, heldur þau saman í ástinni, bæði handhafar valds, boðberar skilyrðis- lausra ásta, sælu og friðar. Dagný Kristjánsdóttir hefur túlkað Gerplu Halldórs Laxness í þessum anda, svo og Helga Kress Tímaþjóf Steinunnar Sigurðardóttur.1 Þó áherslur þeirra séu mis- munandi, þá mynda túlkanir þeirra heildar- mynd: Dagný leggur áherslu á karlmann- inn, á gerandann og þann sem skapar, þann sem ræður söguframvindu og skipan heimsmála, og hún rökræðir hvernig flótti karlmannsins undan hinu kvenlega (sem er tilkominn vegna bælingarinnar) ákvarðar alla þessa þætti. Helga skoðar hins vegar glottandi fómarlambið: konuna við jaðar- inn, skerta sjálfsmynd hennar og leit hennar að ást, og hún ræðir hvemig karlmaðurinn ákvarðar þessa þætti í lífi konunnar og stöðu hennar í karlstýrðu þjóðfélagi. Þann- ig talar Dagný um ástleysið í heiminum en Helga um ástlaust líf konunnar. Túlkun Helgu kom á sínum tíma sann- kölluðu skriði á bókmenntaumræðu hér á landi og síðan hefur verið deilt um fund teóríu og texta, hvort og hvernig fræðin beri bókmenntimar ofurliði og hvort og hvernig afstaða túlkandans til viðfangsefnisins skyggi á afstöðu höfundarins sjálfs til sama efnis. A endanum hefur verið spurt um réttlætingu þess að einblína á rök fræða, finna þeim stað í textanum og smða hann síðan að kenningum sem lúta freudískum femínisma í hvívetna. Því túlkendur af þessum skóla hafa tilhneigingu til að spyrja fyrst og síðast um kynskipt og bælt hvatalíf, karlstýringu og skilyrði ástar í karlstýrðu og bældu samfélagi. Textinn er spurður þess- ara spuminga og skiptir þá engu heillandi rökleysa hans. Af þessum sökum er bókmenntafræðin í augum sumra ekki hraðfleyg skúta. Þvert á móti er hún sokkin og einu minjamar fúin sprek í fjöm umræðunnar, engum til gagns, en mörgum til ama. Slíkur er hverfulleiki fræðanna. Hvað sem því líður, þá eru túlk- anir þeirra Dagnýjar og Helgu skínandi vitnisburður um aðferðina sem hér um ræð- ir sem og vanda hennar og ætla ég skoða þær. Takmarkið er að sýna fram á þversögn aðferðarinnar og spurningin verður, hvort skóli freudíska femínismans sé ekki ein- ungis flæktur í aldagamla túlkunarskekkju, heldur leitist á sama tíma við að losa sig við lífið, reynsluna af því og minninguna um það. Hin einstæða ástarhugmynd freudíska femínismans — stjarnan sem leiðir þennan her—er þá ekki bara upphaf þessara fræða, heldur líka endir. I fyrri hlutanum skoða ég túlkun Dagnýj- ar á Gerplu og reyni að sýna fram á tak- markanir hennar. Þar geri ég ennfremur grein fyrir einhverjum af forsendum freud- íska femínismans og gagnrýni þær. Hinar áhugaverðu hugmyndir Michels Foucaults um sögu kynferðisins varpa ljósi á hluta þeirra og mun ég ræða hugsanlega þýðingu hugmynda hans fyrir túlkun sem byggir á hinum nýja femínisma. I seinni hlutanum skoða ég síðan túlkun Helgu á Tíma- þjófimm og gagnrýni hana á sömu forsend- um. Niðurstaða mín er að vandséð er hvernig freudíski femínisminn geti gagnast sem alvöru túlkunarleið, og því síður að 4 TMM 1992:2
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.