Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1992, Page 13

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1992, Page 13
segja má um lögmál, þá er Alda vissulega þjakaður ferðalangur. En hún er ekki fangi karlveldisins, eins og Helga les persónuna, heldur sjálfrar sín. Hún ferðast því á öldum eigin vitundar, frekar en í strandlausu karl- veldinu. Ég skil (að vissu marki) þann túlkanda, sem lítur á Öldu sem konu fyrst og síðan manneskju. En sé líf hennar skoðað og þær aðferðir sem hún beitir til þess að lifa því, þá er baggi kynferðisins ívið flóknari en túlkun Helgu gerir ráð fyrir. Þetta er per- sóna, sem getur ekki „lifað nema með reisn“15 og hún telur „stjómun eigin lífs vera göfugasta verkefni sem fólk getur tek- ið sér fyrir hendur“ (167). Þörfin fyrir reisn og stjómun eigin lífs rekast á reynslu Öldu af lífínu. Hér er því miður ekki rúm til að greina nákvæmlega frá ítarlegri túlkun Helgu. Þess í stað mun ég minnast á þau atriði sem ég á erfiðast með að sætta mig við. 2 Um líkama konunnar og hlutverk, segir Alda á einum stað: FÆÐINGAR. Heppin að sleppa við þær. Ekki svo að skilja að ég hafi neitt á móti börnum þótt þau séu til mikils trafala fyrir venjulegt fólk. En ég tel hins vegar að ég hefði ekki getað afborið þann hrylling að fæða barn. Nú eru til þeir sem telja fæðingu bams dásamlegan atburð. Ég hef í sjálfu sér ekki skoðun á því. Hinsvegar þekki ég mín takmörk. Eg hef orðið fyrir ýmsum niður- lægingum um dagana, en hina endanlegu niðurlægingu, að fæða barn, hefði ég aldrei, ég endurtek, aldrei, getað afborið, útglennt undir ljóskösturum, blóðug um rassinn einsog apaynja. Með áhorfendur einsog í dýragarði (T 134). Það má skilja þetta brot á marga vegu: sem höfnun á kynferði konunnar, sem er í eðli sínu allsráðandi, uppáþrengjandi og sem skilyrðir líf konunnar sem kynveru fyrst og síðast. Og konan sem þræll kynferðis síns á ekki um marga kosti að velja. Hún verður að hafna kynferði sínu alfarið, afneita því bókstaflega með því (meðal annars) að neita að fjölga sér. Það mætti einnig skilja þetta sem svo, að með því að velja reisn í stað kynferðis, sé Alda að fullkomna móð- ursýkiskenninguna. Hún vill ekki vera „blóðug um rassinn“ og til sýnis „eins og í dýragarði“, en er engu að síður stöðugt til sýnis í líft sínu. En það mætti líka lesa þetta brot á eftirfarandi hátt: Hún velur reisn í stað kynferðis, en ekki bara af því hún er kona, heldur ætlar hún sér hið ómögulega: að lifa lífinu án teljandi niðurlægingar. Ef þær aðferðir sem hún beitir í lífinu eru skoðaðar, virðist þetta vera reyndin. Þjóð- félagsstaða hennar (konan er íslenskur ar- istókrat) gerir henni kleift að lifa með reisn í allskyns vellystingum og hún þarf ekki að hafa stórar áhyggjur af veraldlegri velferð sinni. En þó hún kunni bæði á bækur og tónlist og geti notið hins besta af góðum smekk og þó hún eigi einnig griðastað í ríki hinnar íslensku náttúru, til jafns við ferða- lög vítt og breitt, og þó sambúðin við syst- urina og frænkuna valdi engum vandræð- um, alveg eins og kennslan í MR, og þó hún hafi líka getað svalað kynhvötinni án meiri- háttar vandkvæða, og þó hún eigi frátekinn grafreit í Gamla kirkjugarðinum, þá er kon- an í vanda stödd. Hún ræður ekki við tak- mark sitt í lífinu, hún getur ekki útrýmt rökleysunni og hún getur ekki lifað með reisn. Þannig lifír hún ofmetnað sinn og van- mátt og vitundarlífið er þjakað af misræm- TMM 1992:2 11
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.