Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1992, Side 15

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1992, Side 15
hún sér ekki að Alda glápir mun meira á sjálfa sig en aðrir gætu nokkurntíma glápt á hana og það sem hún sér er ekki rænulaust kynferðislegt viðfang, heldur óviðsættan- legt misræmi: allir hljóta að vilja hana — því hér fer þokkafull, andrík og ferðavön kona — en hún er ófær um að deila ríki- dæminu með öðrum. Glerið í túlkun Helgu16 fer á sömu leið, og af sömu ástæð- um: gluggarnir í Tímaþjófnum eru hvorki karlaglymur né fósturhimnur sem Helga segir, heldur glerbúr Öldu sjálfrar. Hún heimtar að lifa röklega og með reisn, en þannig getur enginn lifað til langframa, eins og flestum er ljóst. Við verðum að muna að Alda er ekki gmnlaus kvensnift, hún er ekki endilega sú kona sem er hafin yfir efasemdir um ljót- leikann í ástinni. Hún er ekki Flæðis-Kona hinnar hreinu móðurástar. Kannski efast hún hreinlega um sambönd manna. Sjö ára er andlit hennar á mynd „lokað og myrkt af þjáningu heimsins" (T 34). Skyldi hjóna- band foreldra hennar og fjölskyldulífið hafa verið henni ævilöng lexía um það sem á að forðast meir en nokkuð annað? Skyldu aðferðir hennar sjálfrar til að lifa sínu eigin lffi, burtséð frá öðrum, vera tilviljun eða val? Um einhleypa systur sína segir hún: Ölmu getur víst þótt fjör að umgangast karlmenn en hún vill ekki borga fyrir fé- lagsskapinn með líkamlegu sambandi. Hver segir að hún sé ein um áhugaleysið. Fólk á bara ekki að viðurkenna slíkt. Aldrei að gefast upp (21). Það er einmitt þessi tilfinning fyrir óhefð- bundinni stöðu hennar sem kynveru, efa- semdum hennar um það hlutverk og viðleitni hennar til að gæða líf sitt fegurð eða binda enda á ljótleika þess, sem ég sakna hvað mest í túlkun Helgu. Því Helga virðist gera ráð fyrir óhikandi löngun Öldu til að uppfylla skilyrði ástarinnar. Vandi kvenna, hins vegar, í hinu karlstýrða sam- félagi felst í „tvíbentri stöðu þeirra", segir Helga: vilji þær á annað borð samlagast samfélaginu og hljóta sjálfsögð réttindi, verða þær að gangast undir „lögmál föður- ins“, þær verða að „samsama sig föðumum og sækja þannig sjálfsmynd sína til þess sama kerfis“. Ef þær velja hinn kostinn, sem er að „samsama sig móðurinni" lifa þær „valdalausar á ysta jaðri samfélagsins" (58). En hvað kemur hin tvíbenta staða kon- unnar Öldu Ivarsen við? Helga segir: Vegna þessarar tvíbentu og ómögulegu stöðu kvenna má telja að ástin skipti þær oft öðru og meira máli en hún skiptir karla, eins og saga Öldu í Tímaþjófnum sýnir svo vel (59). Ég tel að saga Öldu sýni alls ekki að ástin skipti hana meira máli en karla. Þvert á móti býr sagan yfir kærkomnum efa varðandi þá gagnrýnislausu trú sem konum er eignuð á mikilvægi þessa mannlífsþáttar. (Eins og að verður vikið er Steindór kannski ást- sjúkasta persóna sögunnar). Alda villist þó óhjákvæmilega af leið sjálfrar sín og um það er sagan. Um ástæður þessa segir Alda: Sumir eru marxistar og sumir trúa á guð en ég virðist hafa trúað óvart á ástina og sjáðu hvernig hún lék mig (157). Helga telur orðin hér að ofan opna „svið bókarinnar sem einmitt fjallar um skilyrði ástarinnar og hversu erfítt hún á uppdráttar í karlstýrðu þjóðfélagi" (55). Alda, segir TMM 1992:2 13
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.