Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1992, Síða 16

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1992, Síða 16
Helga, „trúir á tilfinningar, nánar tiltekið ástina, og kemst ekki upp með það“ (55). Ég leyfi mér að efast um þetta og get ekki horft fram hjá þessum orðum Öldu: „Nei ég trúði ekki á neitt. Það var tilviljun“ (157). Þeirri línu verður Helga að líta framhjá, alveg eins og hún sleppir „óvart“ (af nauð- syn fræða) úr línunni „en ég virðist hafa trúað óvart á ástina“ (T 157). Það er af trúleysinu, ekki trúnni, sem fall Öldu verð- ur svo hátt. Einmanaleg og óskiljanleg reynsla af ástinni er eitrið sem fyllir bikar- inn. Helga, aftur á móti, virðist án undan- tekningar þurfa að líta á ástina sjálfa sem annarskonar mjöð, heilnæmari og fyllri í sér. Ástæðan er tvíþætt: annars vegar nærir bælingartilgátan hugmyndina um mögu- leikann á skilyrðislausri ást og skiptir þá kyn ekki máli. Hins vegar nærir sama til- gáta þörfína fyrir sökudólg, svikara, þann sem eyðileggur ást og líf konunnar. Hin einstæða ástarhugmynd verður Helgu dýrkeypt og veldur m.a. því að einn skýrasti vitnisburður um „svið“ bókarinnar vekur ekki áhuga túlkandans, nefnilega samband Öldu við Steindór, samkennara og rekkju- naut. Hann gengur í úfinn sjóinn eftir að Alda hafnar honum og hún segir: „Ég hafnaði manninum svo börnin yrðu ekki föðurlaus. Þau urðu föðurlaus af því ég hafnaði honum. Mikið gremst mér þátttaka í slíkri rökleysu" (82). Alda reynir að elska Steindór með reisn, með siðferðisgildunum, en hvaða elskhugi sættir sig við slíkt? Seinna sættir Alda sig ekki við slíka ást og þá fyrst opnast bók fræðanna um Flæðis-Konuna, en ekki í kaflanum um rökleysu ástarinnar, eða í kaflanum um fárán- leika höfnunarinnar, eða í kaflanum um par eilífðarinnar: ástina og dauðann, heldur í kaflanum um fúlmennið og hvemig beri að hefna fyrst og mola síðan. En það er fáránleikinn, höfnunin, niður- lægingin, dauðinn og lífið sem ógnar Öldu ívarsen. Þegar hún horfir uppá niðurlæg- ingu dauðvona systur sinnar man hún eftir sinni eigin: Á útleið tek ég upp vasaklútinn til að veij ast stækum spítalaþefnum. Ogleðin versnar. Enska í fimmta bé. Hvers vegna man ég það núna, í ranghölum spítalans að ég hitti þig, fatahengisdaginn, upphafshaustið. Þá var ég líka á leið í ensku hjá fimmta bé, með Hamlet undir hendinni (127). Því Alda leitar ekki bara að sjálfsmynd sinni í bláum augum karldýra, heldur spyr hún sig aftur og aftur hvort hún vilji vera manneskja, alveg þangað til að hún getur ekki lengur varist hlutskiptinu. Túlkun Helgu þolir ekki þetta sjónarmið og nær ekki tökum á hildarleiknum. Og ef einhver vill tala um lögmálin sem kynveran er bundin, þá er erfitt að líta framhjá því að þráin og sú tilbeiðsla sem hún fyrirskipar felur í sér sammannlegan tilvistarvanda; hún fyrirskipar tilbeiðslu án svölunar, fall án huggunar. Túlkandi af skóla freudíska femínismans getur vitanlega ekki haft áhuga á því. 4 Alda er auðvitað kona, en hún ber kynferði sitt með efasemdum vitsmunaverunnar. Þannig á hún ekki síður samleið með per- sónum eins og Hamlet og Fást en Madame Bovary og Ófelíu. Ef hún er á höttunum eftir skilyrðislausri ást, þá er sú leit hluti af leit hennar að fullkomnu lífi. Á leiðinni í myrkrið taldi hún sig þannig hafa sigrast á rökleysunni og hélt að Anton væri ekki bara lífsmark, heldur staðfesting á möguleika. 14 TMM 1992:2 j
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.