Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1992, Page 17

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1992, Page 17
Ef við skoðum hann í því ljósi sjáum við að í stað þess að frelsa Öldu frá einsemd og innilokun efans, bindur hann hana við lög- mál sömu vistar. En ekki af illsku þó, og ekki af því að karlveldið bjóði svo, heldur af stefnu- og meiningarleysi eðlishvatar- innar: I fyrsta skipti sé ég þig fullan. Hvað þú getur verið vúlger. Að káfa á húsráðanda. Aðeins nokkrir dagar síðan þú og ég lifðum okkar fegursta. Þig munar ekki um að skemma og saurga. Klípur viðbjóðslega. Fyrir framan Öldu. Það má ekki. Hvernig geturðu fengið þetta af þér, þegar ég er líka. Þú sem neitar mér um snertingu. Ekki gera þetta. Hlífðu mér. Eg get ekki verið hér. Mér er illt. Leigubíllinn stoppar fyrir mig á Hringbrautinni svo ég geti ælt. Ég skríð upp tröppurnar heima hjá mér. Alma mín. Kondu. Systir mín góð. Hjálpaðu mér. Ég get ekki lifað (81-82). Helga les þetta brot á eftirfarandi hátt: Svik Antons við Öldu em síðan endanlega innsigluð þegar hún sér hann vera að klípa keppinautinn Hildi leikfimikennara og ,,káfa á“ henni (73). Alda telur Anton hafa snert kjarnann sem enginn veit úr hverju ergerð- ur. Ég vissi ekki að kjaminn var til, en þú kallaðir hann fram. [... ] Nú hringlar hann stakur í tómi (185). Anton er því allt í senn: lífsmark í kirkju- garðinum (Alda omar sér stundum við frá- tekinn grafreitinn), vitsmunaleg hvíld frá efasemdum um ástina, og lausn undan þeirri flóttalegu undankomuleið sem hún hafði valið sér. En hvað gerist í raun? Anton vekur hana úr þreytandi og innihaldslaus- um álögum Madame Bovary, til þess eins að koma henni fyrir — eftir allt volkið — í tjörn Ófelíu. Helga þreytist seint á að dæma Anton — eftir biblíu fræða frekar en sögu — sem raunverulegan áhrifavald, sem góðan og gildan svikara, hann sem er bara hending í lífi konunnar. En ef Anton er enginn Brútus, ef hann er ekki karl-dýrið ógurlega, stein- gervingur karlveldisins, það afl sem eyði- leggur líf Öldu, hvað er hann þá? Hann er það sem Alda fordæmir í lífínu en getur ekki forðast; það sem kalla mætti banvænt meiningarleysið. En það er varla hægt að skera upp herör gegn því, ekki frekar en gegn svo mörgu öðru sem viðkemur lífinu. Þess vegna verður að búa til svikarann, þann sem brýtur gegn lögum ástarinnar. Það er engu líkara en að Helga vilji fella tilfmninguna í lagabókstaf og þá sem sjálf- sögð kvenréttindi. En það er kannski til marks um framandgervingu þessara fræða hversu ástin líkist orðið hatrinu, eða öllu heldur frekjunni. Um leið og Helga gerir Anton að svikara, yfirsést henni eðli kvenpersónunnar og hvernig sagan hverfist um allt aðra þætti en þá sem bækur — um konur — eftir konur — út af konum — eiga að snúast um. Eins og ég gat um áður, þá lifír Alda af ýmsum ástæðum fyrir sjálfa sig. Anton verður því eftir inni í höfðinu á henni og þá sem stað- festing á illum grun. Konan gat einu sinni efast, en eftir að Anton fer, glatar hún ekki bara andlegum yfirburðum sínum (hún hef- ur sannreynt máttleysi þeirra í lífinu), held- ur reynist henni um megn að sviðsetja líf sitt andspænis veruleikanum. Efnið í draumunum er skyndilega fengið úr raun- veruleikanum og Alda vill ekki lifa þannig TMM 1992:2 15
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.