Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1992, Page 19

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1992, Page 19
Alda/n er dæmd til að hrekjast, vegna þess að í karlveldinu hafa konur engan stað til að fara á. Um leið er saga hennar sár og jafnframt grótesk saga um konu sem leitar að sjálfri sér í ástinni en ferst vegna þess að sá karlmaður sem hún festir ást á er í raun hlutgerving, ef ekki steingervingur, karl- veldisins sjálfs (89). En saga Öldu er ekki um karlveldið, ekki um það hvemig Alda skilgreinir sig út frá augnaráði karlveldisins og ekki um það hvemig hún reynir, þrátt fyrir allt, að brjót- ast undan valdbeitingu þess. (Gróteskan, flæðið og hláturinn vinna ekki á því sem enginn fær höndlað). Hins vegar má greina ýmsar ástæður þess, hvers vegna Alda vill ekki og getur ekki myndað jarðsamband og sagan er að stórum hluta frásögn af þeim. í falli Öldu og fórn felst þar af leiðandi eitt- hvað annað og meira en að karlveldið kúgi hana, geri ást hennar að engu og eyðileggi síðan líf hennar. Hún er vissulega dæmd til að hrekjast, en það er af því að hún sjálf setur líft sínu skilyrði sem enginn getur uppfyllt. Sem tilraun til sjálfssköpunar er líf Öldu því vonlaust. En einmitt þess vegna minnir saga hennar á margskráðan ofmetn- að heimsfrægra persóna, freistingar þeirra og fall. Með því móti einu býr sagan yfír harmrænu þema, en eins og ljóst er orðið, þá rúmar heimsmynd freudíska femínism- ans ekki slíkar sögur. 5 Ef einhver vill tala um ást og gera þá um- ræðu að menningarrýni, þá eru hugmyndir freudíska femínismans afar villandi. Túlk- un Helgu Kress á Tímaþjófnum ber þess vitni. Því í stað þess að spyrja um heillandi, en ekki einfalt hlutskipti kynveru og skoða þau skilyrði sem gætu búið því að baki — en án þess getur enginn talað um samlífið svo vel fari, hvað þá aðstæður ástarinnar, því konan er ekki bara Kona, heldur lýtur hún um margt sömu lögmálum og karlmað- urinn — segir freudíski femínistinn annað hvort „já“ við öllu því sem efast má um, eða skáldar í aldagamlar og óleysanlegar eyður tilvistarvandans. Átök siðferðis og kyn- ferðis fara fyrir lítið, svo og mestöll saga mannsandans ef út í það er farið (heim- speki, bókmenntir og saga). Kannski er boðskapurinn svo einstæður einmitt þess vegna, en hann felst fyrst og fremst í upp- hafinni dýrkun hvatalífsins, ásamt þeirri trú að ef karlveldið molni, muni ást Flæðis- Konunnar breiða úr sér og heimurinn allur verða réttlátari og betri. Það er nógu slæmt að horfa uppá fræðin gera ástina upptæka og í raun er slíkt athæfi ekkert annað en móðgun við upplýstan les- anda. En kynveran er ekki bara sögð geta elskað af lífi og sál velji hún af-bælinguna, heldur líka lifað lífi sínu átakalaust með annarri, en einungis með þeim hætti á hún kost á að nálgast djúpið í sjálfri sér, sann- leikann í lífínu og heilsteypta sjálfsmynd. Það er hið sama og að segja að þannig geti hún loks lifað lífi sínu frjáls, án íhlutunar valds. Með þessu móti stendur skóli freud- íska femínismans vörð um eina helstu túlk- unarskekkju fræðanna, nefnilega þá að maðurinn geti verið góður og að ástin sé honum sjálfur uppruninn, bara ef hann læt- ur ekki bælinguna ná tökum á sér. Aðalatriði þessa máls er eftir sem áður þetta: kvenkyns túlkandi sem einbeitir sér að skilyrðum ástarinnar í karlstýrðu þjóðfé- lagi virðist sjaldan geta skoðað samlíf, sam- skipti kynjanna, eða kynhegðun, án þess að skapa nýjan heim. Sá heimur er mun ein- TMM 1992:2 17
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.