Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1992, Side 25

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1992, Side 25
Harpa Hreinsdóttir Bókmenntakennsla í framhaldsskóla — hugleiðing Hlutverk bókmennta er að sögn greinarhöfundar einkum að efla skilning á mannlífinu, veita holla afþreyingu og efla málþroska. Bókmenntakennsla í framhaldsskólum er hér skoðuð með þetta í huga og með hliðsjón af því að nemendahópurinn hefur mikið breyst á undanförnum áratugum. Höf- undur telur að leggja beri áherslu á lestur skáldverka fremur en bók- menntagreiningu eða bókmenntasögu. Fráleitt sé að hvergi sé gert ráð fyrir lestri bóka Halldórs Laxness nema hugsanlega í lokaáfanga til stúd- entsprófs. íslendingar hafa löngum verið hreyknir af því að vera bókaþjóð. Við höfum stært okk- ur af því að allir séu læsir og þekking fólks á bókmenntum sé almennt góð. A síðustu árum hafa þó hljómað ýmsar efasemda- raddir um að þetta sé rétt. Sumir vilja jafn- vel kenna skólunum um að hafa ekki staðið sig í að koma ungu fólki í kynni við bók- menntir. Hvort sem þetta er rétt eða ekki hafa skólamir hér skyldum að gegna því sumt fólk kemst ekki upp á lagið með að lesa bækur nema þeim sé haldið að því í skóla. Hlutverk bókmennta er margs konar, en nefna mætti þrennt sem margir eru sam- mála um að gefi bókmenntum gildi: Þær efla skilning á mannlífinu, veita holla af- þreyingu og stuðla að málþroska. Bók- menntakennsla í skólum á að minnsta kosti að þjóna þessum þrem hlutverkum með því að fá nemenduma til að lesa sem mest af góðum bókum. í nútímaframhaldsskóla þar sem nem- endahópurinn er afar sundurleitur verður að leggja mikla rækt við kennsluaðferðir og námsmat. Hvorttveggja verður að gera kleift að ná aðalmarkmiðinu, sem er að nemendur lesi góð bókmenntaverk. Þegar þeir hafa fengið töluverða þjálfun í slíku má kenna stoðgreinar eins og bókmenntagrein- ingu og bókmenntasögu en ekki fyrr. Til skamms tíma hefur alltof lítil áhersla verið lögð á kennsluaðferðir og námsmat. Einnig hefur bókmenntafræði verið sett í öndvegi en bókmenntirnar sjálfar notið lít- illar virðingar. Þegar verst gegnir eru þær lesnar sem sýnishorn eða æfmgaverkefni en ekki sjálfra sín vegna. L TMM 1992:2 23
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.