Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1992, Side 26

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1992, Side 26
Hvers vegna á að kenna bók- menntir í skóla? Ég hef nokkrar áhyggjur af því að sé svo- kölluðum fagurbókmenntum ekki haldið að nemendum í skóla þá lesi þeir ekki neitt slíkt síðar á lífsleiðinni. Það er auðvelt að verða sér úti um alls kyns afþreyingarefni, slíkar bókmenntir fást meira að segja í sölu- turnum, en hins vegar þarf að láta fólk vita að til séu annars konar bókmenntir, svo það geti valið. (Þetta gildir að sjálfsögðu líka um annað, eins og t.d. tónlist — það ætti að koma nemendum í kynni við klassík, svo þeir geti valið.) Það er vandasamt verk að koma nemendum í kynni við góðar bók- menntir svo áhugi þeirra vakni og nauðsyn- legt að vanda kennsluaðferðir — annars gætu þessi kynni haft öfug áhrif og fælt nemendur frá fagurbókmenntum fyrir lífs- tíð. Hlutverk bókmennta er einkum þrenns konar, sem fyrr segir. Þessi hlutverk skyldu jafnframt vera markmiðin með bókmennta- kennslu í skólum. Verður nú gerð nánari grein fyrir mikilvægi þessara hlutverka: 1. Bókmenntir efla skilning á mannlífinu. Þetta gera þær með því að hjálpa fólki að setja sig í spor annarra og skynja ólík við- horf og tilfinningar. Þess vegna held ég að lestur bókmennta opni mönnum víðari lífs- sýn og skilning; geri lesendur jafnvel að betri mönnum. 2. Bókmenntir veita holla ajþreyingu. 011- um er nauðsynlegt að geta slakað á. Lestur er góð leið til slökunar. 3. Bókmenntir efla málþroska. Ýmsir hafa þóst merkja að bóklestur á ákveðnu aldurs- skeiði og lestur fyrir lítil böm skipti sköp- um í málþroska. Lestur vandaðra texta hlýt- ur að efla málvitund sérhvers manns. Þetta eru að mínum dómi markmiðin með bókmenntalestri. Nauðsynlegt er að kynn- ast góðum bókmenntum í skóla því annars lesa nemendur þær kannski aldrei. Hvemig er best að laða nemendur að bóklestri svo þessi markmið náist? Hvaða námsefni og hvaða kennsluaðferðir eru vænlegastar til árangurs? Kennsluaðferðir fyrr og nú Þegar ég var sjálf í menntaskóla, fyrir um 15 árum, lögðu íslenskukennarar mesta áherslu á fornbókmenntir. Meginmarkmið með þeirri kennslu virtist vera að nemendur læsu sem mest af Islendingasögum og öðr- um fornum textum, en yngri bókmenntir virtust skipta fremur litlu máli. Kennsluaðferðir voru heldur fábreyttar. Oftast lét kennari duga að lesa upphátt eða endursegja söguna sem til umfjöllunar var hverju sinni. Efnið var hvorki matreitt að ráði né borið fram með freistandi meðlæti. En daufleg kennsla kom ekki að sök. Við vorum úrvalið, þessi 20-30%, sem hafði komist gegnum landsprófssíuna og fórum létt með að lesa námsefnið fyrir próf. Ég held að skólaganga mín sé lýsandi dæmi fyrir þær hefðir sem ríktu í venjuleg- um menntaskóla áður fyrr og ríkja jafnvel sumstaðar enn. I námsefni átti að leggja áherslu á þjóðararfinn og foma menningu íslendinga. Kennsluaðferðir skiptu litlu máli, enda er enginn vandi að kenna góðum nemendum — þeir geta oftast bjargað sér meira eða minna sjálfir. Kostimir við þessa kennslu voru þeir að nægur tími gafst til 24 TMM 1992:2
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.