Tímarit Máls og menningar - 01.06.1992, Page 28
í því einu að allir beri jafn skarðan hlut frá
borði er einskis virði. Hins vegar er sjálf-
sagt að setja þessum hópum svipuð, almenn
markmið, þótt þeim sé náð með mismun-
andi leiðum.
Markmiðin með bókmenntakennslu sem
ég setti fram í upphafi voru að efla skilning
nemenda á mannlífinu, veita þeim holla
afþreyingu og stuðla að málþroska. Ljóst er
að meirihluti nemenda (hægferðar- og for-
námsnemendur) hefur lítið lesið og er slak-
ur í lestri. Þegar litið er á bókmennta-
kennslu í framhaldsskólum á síðustu árum
sést að hvorki námsefnið né kennsluaðferð-
imar henta þessum hópi nemenda. (Eins og
áður var tekið fram skipta efni og aðferðir
miklu minna máli í kennslu hæfustu nem-
endanna, þar sem þeir eru hvort sem er færir
um að bjarga sér af eigin rammleik.)
í bókmenntakennslu í kjarna hefur lengi
tíðkast að kenna bókmenntagreiningu, að-
allega frá sjónarmiði nýrýni, og smásögur
hafa verið lesnar með það fyrir augum að
æfa þessa greiningu. Mér hefur ævinlega
þótt orka mjög tvímælis að neyða þessum
greiningaraðferðum upp á nemendur sem
hafa nánast ekkert lesið. Tímanum, sem
varið er í stagl um föflu, fléttu og hvað þetta
nú heitir allt saman, held ég að væri betur
varið í að lesa.
Mér finnst það nefnilega oft verða útund-
an að bókmenntir eru fyrst og fremst til að
lesa þær, en greining er aldrei annað en
aukaatriði. Hafi nemandi ekki komist upp á
lag með að lesa bækur er ástæðulaust að
eyða tíma í að kenna honum að greina þær.
(Það er eins og að tala um dúra, molla og
kontrapunkt við þann sem aldrei hefur
hlustað á tónlist.)
Öllu vænlegra er að leggja áherslu á lestur
skáldverka, svo vekja megi áhuga nemenda
á lestri. í stað þess að lesa smásagnasöfn
sem æfmgahefti fyrir nýrýni eigum við að
búa nemendur undir lífið og láta þá lesa heil
verk, t.d. verk Halldórs Laxness, þar sem
aðaláherslan er á lestur verksins. (Það er
með öllu fráleitt að hvergi skuli vera gert
ráð fyrir lestri bóka Halldórs Laxness nema
þá hugsanlega í lokaáfanga til stúdents-
prófs.)
Námsmat
Þar sem stór hluti nemenda á fullt í fangi
með lesturinn ætti hann að vera aðalatriði.
En þá er auðvitað spuming hvað á að gera
í kennslustundum og hvemig hægt sé að
ganga úr skugga um að nemendur hafi lesið
verkið. Hér á eftir verða taldar upp nokkrar
hefðbundnar aðferðir námsmats í bók-
menntum og bent á augljósa galla flestra
þeirra. Gallamir felast oftast í því að verið
er að mæla eitthvað allt annað en það hvort
nemendur hafa lesið bókmenntaverkið. Sé
aðalmarkmiðið að nemendur lesi, á náms-
matið að hvetja til lestrar og mæla hve
duglegir nemendur eru að lesa. Það hlýtur
að vera aðalatriði í kennslu þeirra sem lítið
hafa lesið, t.d. hægferðarnemenda.
Próf: Er rétt að prófa úr bókmenntum? Oft
er það svo að verið er að prófa úr einhverju
öðm en sjálfu bókmenntaverkinu, t.d. bók-
menntasögu, Islandssögu eða kunnáttu í
greiningaraðferðum. Gjarna er prófað úr
ýmsum þekkingaratriðum, (s.s. „Hver
sagði þetta?“; „Hverjum er svo lýst?“) sem
e.t.v. tengjast upplifun lesanda fjarska lítið.
Sé reynt að láta nemendur taka afstöðu til
bókmenntatexta á prófi er yfirferð og mat á
slíkum svömm afar tímafrek.
26
TMM 1992:2
J