Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1992, Síða 28

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1992, Síða 28
í því einu að allir beri jafn skarðan hlut frá borði er einskis virði. Hins vegar er sjálf- sagt að setja þessum hópum svipuð, almenn markmið, þótt þeim sé náð með mismun- andi leiðum. Markmiðin með bókmenntakennslu sem ég setti fram í upphafi voru að efla skilning nemenda á mannlífinu, veita þeim holla afþreyingu og stuðla að málþroska. Ljóst er að meirihluti nemenda (hægferðar- og for- námsnemendur) hefur lítið lesið og er slak- ur í lestri. Þegar litið er á bókmennta- kennslu í framhaldsskólum á síðustu árum sést að hvorki námsefnið né kennsluaðferð- imar henta þessum hópi nemenda. (Eins og áður var tekið fram skipta efni og aðferðir miklu minna máli í kennslu hæfustu nem- endanna, þar sem þeir eru hvort sem er færir um að bjarga sér af eigin rammleik.) í bókmenntakennslu í kjarna hefur lengi tíðkast að kenna bókmenntagreiningu, að- allega frá sjónarmiði nýrýni, og smásögur hafa verið lesnar með það fyrir augum að æfa þessa greiningu. Mér hefur ævinlega þótt orka mjög tvímælis að neyða þessum greiningaraðferðum upp á nemendur sem hafa nánast ekkert lesið. Tímanum, sem varið er í stagl um föflu, fléttu og hvað þetta nú heitir allt saman, held ég að væri betur varið í að lesa. Mér finnst það nefnilega oft verða útund- an að bókmenntir eru fyrst og fremst til að lesa þær, en greining er aldrei annað en aukaatriði. Hafi nemandi ekki komist upp á lag með að lesa bækur er ástæðulaust að eyða tíma í að kenna honum að greina þær. (Það er eins og að tala um dúra, molla og kontrapunkt við þann sem aldrei hefur hlustað á tónlist.) Öllu vænlegra er að leggja áherslu á lestur skáldverka, svo vekja megi áhuga nemenda á lestri. í stað þess að lesa smásagnasöfn sem æfmgahefti fyrir nýrýni eigum við að búa nemendur undir lífið og láta þá lesa heil verk, t.d. verk Halldórs Laxness, þar sem aðaláherslan er á lestur verksins. (Það er með öllu fráleitt að hvergi skuli vera gert ráð fyrir lestri bóka Halldórs Laxness nema þá hugsanlega í lokaáfanga til stúdents- prófs.) Námsmat Þar sem stór hluti nemenda á fullt í fangi með lesturinn ætti hann að vera aðalatriði. En þá er auðvitað spuming hvað á að gera í kennslustundum og hvemig hægt sé að ganga úr skugga um að nemendur hafi lesið verkið. Hér á eftir verða taldar upp nokkrar hefðbundnar aðferðir námsmats í bók- menntum og bent á augljósa galla flestra þeirra. Gallamir felast oftast í því að verið er að mæla eitthvað allt annað en það hvort nemendur hafa lesið bókmenntaverkið. Sé aðalmarkmiðið að nemendur lesi, á náms- matið að hvetja til lestrar og mæla hve duglegir nemendur eru að lesa. Það hlýtur að vera aðalatriði í kennslu þeirra sem lítið hafa lesið, t.d. hægferðarnemenda. Próf: Er rétt að prófa úr bókmenntum? Oft er það svo að verið er að prófa úr einhverju öðm en sjálfu bókmenntaverkinu, t.d. bók- menntasögu, Islandssögu eða kunnáttu í greiningaraðferðum. Gjarna er prófað úr ýmsum þekkingaratriðum, (s.s. „Hver sagði þetta?“; „Hverjum er svo lýst?“) sem e.t.v. tengjast upplifun lesanda fjarska lítið. Sé reynt að láta nemendur taka afstöðu til bókmenntatexta á prófi er yfirferð og mat á slíkum svömm afar tímafrek. 26 TMM 1992:2 J
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.