Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1992, Síða 36

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1992, Síða 36
að ræsa hann fyrir allar aldir eða hrekja hann úr rúmi á síðkvöldum, af litlu tilefni fannst honum, en sú þjóð hafði þá, rétt eins og nú, aðra klukku en kaupstaðamenn. En svo gott sem það var að hafa aðra söguhetju þessa tvfleiks stöðugt á sviðinu, þá var slæmt að missa hina, ekki síst vegna þess að það var einmitt sú persóna leiksins sem áhorfendur báru hvað mest fyrir brjósti. Kolfinna var horfm. Að vísu sást henni bregða fyrir í gætt og glugga, en einhvernveginn tókst henni samt að bregða yfir sig blæju ósýnileikans. Og þar kom Hannes til hjálpar; hann sá til þess að hún þurfti aldrei út úr húsi; sótti allt til heimilisins, burstaði mottur, hengdi þvott á snúrur. Þegar aðalpersóna hverfur þannig úr leik, nánast fyrirvaralaust, er alltaf hætt við því að söguþráðurinn týnist eða ruglist, en með hyggjuviti og dálitlu ímyndunarafli er þó oft hægt að feta sig svolítið fram á við. En hvað var hér til að byggja á? Jú, þama var stúlka, orðuð við mann, og það voru útreiðartúrar og eitt og annað og hitt og þetta. En svo hverfur stúlkan allt í einu eins og jörðin hafi gleypt hana. Hér standa menn uppi með brot af sögu, og reyna að koma mynd á hana, en sjónarmiðin eru mörg, og sagan fer að minna á fljót sem hefur týnt farvegi sínum og rennur út um víðan völl í ótal kvíslum. En smátt og smátt gengur þó saman með fólki, og þar kemur að þorpsbúar verða á einu máli um að engin leið sé að halda frásögninni áfram nema ganga út frá því að Kolfinna Sveinsdóttir eigi von á bami. Hannesi í apótekinu fannst þó lítið til um þá hugmynd, en hvað um það? Sunnudag einn þegar séra Gísli hafði lokið stólræðunni og var búinn að snýta sér rækilega með rauðum tóbaksklút, hóf hann upp raust sína og sagði —ja hvað hann sagði? Það veit enginn lengur, en það eitt er víst að þann sunnudag var ekki lýst með Henningsen og Kolfinnu í Hólmaneskirkju. Sama var upp á teningnum næsta messudag, og hvemig sem sóknarbörnin mændu á prest sinn, fékkst hann ekki til að setja punkt aftan við þá sögu sem þau vom búin að segja hvert öðru, nógu lengi. Það fór að skyggja á kvöldin, enda komið fram undir leitir. Áhugi fólks á trúlofunarstandinu í apótekinu hafði minnkað til muna, og margir komnir á þá skoðun að Hannes Jónsson hefði haft á réttu að standa um Kolfinnu, hún ætti ekki von á sér. En þá er það kvöld eitt að Setta á Hólnum á leið niður á pláss; sér hún þá ekki Kolfinnu standa við snúrustaurinn baka til við apótekið og vera j 34 TMM 1992:2
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.