Tímarit Máls og menningar - 01.06.1992, Side 43
Halldór og Gísli nefna nokkra höfunda í
greinum sínum en vilji lesandi fá að vita
hvaða höfundar og verk séu beinlínis dæmi
um „afturhvarf til frásagnar", þá simr hann
uppi með afar fámennan flokk. Nánar verð-
ur vikið að því síðar.
Vera kann að „andstæða hefðar og mód-
ernisma“ sé að leysast upp, eins og Halldór
nefnir (bls. 52). Ýmsir erlendir fræðimenn
hafa talið samhæfingu módemisma og
hefðbundins raunsæis vera megineinkenni
póstmódemisma, en aðrir telja hann felast
í fjölhyggju og stefnuleysi.6 íslensk sagna-
list hefur verið í mikilli deiglu nú um sinn
og greinilegt að menn sjá þar votta fyrir
ólíkum þróunareinkennum og mismiklu
vaxtarmagni. Matthías Viðar Sæmundsson
sér gildi og innihald íslensku skáldsögunn-
ar skreppa saman í flauelsfangelsi mark-
aðslögmálanna7 en Gísli Sigurðsson talar
um blómlega skáldsagnaritun er njóti þess
að það sé „engin stefna“ lengur og engar
forskriftir (72). Það er athyglisvert að þrátt
fyrir alhæfíngar og að því er virðist mikla
yfirsýn þessara manna, fetta þeir báðir fmg-
ur út í tilhneigingar til að setja höfunda í
hópa samkvæmt einkennum eða gildismati.
Sjálfir komast þeir þó ekki hjá því að nefna
nöfn máli sínu til stuðnings, frekar en aðrir
sem vilja sjá útlínur í bókmenntasögunni.
IV
í þessu sambandi vil ég leiðrétta sérstaklega
eitt atriði í erindi Gísla. Hann vísar í grein
eftir mig þar sem hann segir mig nefna
„nöfn Péturs Gunnarssonar, Einars Más
Guðmundssonar og Einars Kárasonar, eins
og þeir hafi allir skrifað mjög líkar bækur,
bara af því að „strákar“ og „húmor“ koma
fyrir í verkum þeirra“ (75). Þetta er rang-
færsla á máli mínu; ég segi hvergi að þessir
menn skrifi „mjög líkar bækur“, þótt ég telji
að þeir séu bókmenntasögulega tengdir.
Bókmenntasaga snýst að mínu viti ekki um
að splæsa saman höfunda sem skrifa „líkar
bækur“, heldur felst hún meðal annars í
rökræðu um bókmenntaleg samkenni (og
tekur hún þá oft til skáldverka sem um
margt geta verið afar ólík). Lesendur Gísla
gætu jafnframt haldið að hann sæki til mín
„kenningu" sem í grein hans hljóðar sem
svo „að Pétur Gunnarsson hafi lesið um Jón
Odd og Jón Bjama árið 1974 og fengið
hugmyndina að Punktinum sem sló í gegn
árið 1976, tveimur árum síðar“ (76). Þessi
undarlegu fræði hafa hvergi orðið til nema
í höfði Gísla; þetta er „kenning“ sem hann
virðist hafa heimasmíðað til þess að geta
hafnað henni sjálfur með glæsibrag. í um-
ræddri grein minni vík ég að því að kannski
megi finna „eina af uppsprettum" bemsku-
lýsinga áðurnefndra höfunda „í sögum
Guðrúnar Helgadóttur um Jón Odd og Jón
Bjama (og ef til vill fleiri bamabókum)“.
Hvort sem það stensteða ekki, bendir margt
til þess að umræddar bækur séu sprottnar af
svipuðum rótum og að tiltekin kynslóð ís-
lenskra lesenda skynji sterka samfellu á
milli þeirra. Vitnisburður um slíka lestrar-
reynslu er í sjálfum sér viss bókmennta-
söguleg heimild.1'
V
En skyldi vera hægt að finna einhver sam-
eiginleg einkenni leiðandi höfunda á þeirri
tíð sem gjaman er kennd við það sem kemur
„á eftir“ (póst-) einhverjum nútíma sem er
þegar að baki? Eða erum við ef til vill
svífandi í einhverju tómarúmi milli tvennra
tíma? Er hægt að sjá einhver kennileiti?
TMM 1992:2
41