Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1992, Qupperneq 44

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1992, Qupperneq 44
Ef verið er að spyrja um íslenska sagna- gerð á níunda áratugnum, tel ég það hæpna kenningu að hún hafi einkennst af „aftur- hvarfi til frásagnarinnar“. Raunar má fyrst spyrja hvort það sé eðlileg forsenda að líta svo á að einhverntíma hafi einhverjir höf- undar, væntanlega módemistar á því tíma- bili sem ég hef nefnt, hætt að segja lesendum sögur. Raunin er sú að verk þeirra ólga af sögum og til dæmis eiga skáldsögur Thors og Guðbergs það sameiginlegt að persónur gera mikið af því að segja hver annarri sögur. Hinsvegar má segja að hinn samfelldi epíski söguþráður með atburða- kjörnum sínum og tímafléttu þokist í bak- grunn textans og verði kannski sem slitróttur skuggi í huga lesandans í róttæk- ustu verkunum. Afturhvarf til hefðbundnari frásagnar verður á áttunda áratugnum með nýraun- sæinu, og hafi verið listræn blindgata í ís- lenskri sagnagerð síðustu áratuga þá er það nýraunsæið. En þegar nýraunsæið er harð- lega gagnrýnt, eins og löngu er orðinn við- tekinn háttur, vill gleymast að á áttunda áratugnum urðu einnig epísk umskipti af öðrum toga. Þá birtust söguleg skáldverk eins og Yfirvaldið eftir Þorgeir Þorgeirsson (1973) og Haustskip eftir Björn Th. Bjöms- son (1975), og svo sagnabálkar sem hleyptu nýju lífi í ævisagnaritun, þ.e.a.s. endur- minningar Halldórs Laxness (fjórar bækur 1975-1980), ævisaga Tryggva Emilssonar (þrjú bindi 1976-1979) og Jakobsbálkur Sigurðar A. Magnússonar, sem hófst með Undir kalstjörnu (1979). Til þess að sjá þróun frá formi til frásagnar á níunda ára- tugnum þurfa menn því greinilega að hafa steingleymt þeim áttunda, bæði hvað varð- ar skáldsögur og aðra frásagnarlist. Jafn- framt er þó rétt að muna að ein helstu nýsköpunarverkin í ævisagnalist sem birt- ust á þessum árum ganga allmikið á skjön við hefðbundna sagnagerð, nefnilega Samastaður ítilverunni (1977) og Úrsálar- kirnunni (1978) eftir Málfríði Einarsdóttur. Sjálfsævisöguleg verk síðastnefndra höf- unda rísa flest hæst í glímunni við bemsku og uppvaxtarár, eins og algengt er um sjálfsævisögur. Þannig tengjast þau einu helsta viðfangsefni íslenskra skáldsagna á áttunda og níunda áratugnum. Bemsku- skáldsögur síðustu fimmtán ára búa vissu- lega margar yfir ríkri frásagnargleði, en sumar þeirra bera þess líka vitni að bemsk- an einkennist af söguþrá fremur en sögu- þræði. Og svo einkennilegt sem það kann að vera, þá er söguþráin ljóðræn og mynd- leitandi í eðli sínu. Sá höfundur sem kafað hefur hvað dýpst í bemskuna og fundið henni aðkallandi form, Gyrðir Elíasson, sameinar frásagnargáfu og myndræn tilþrif með listrænum hætti sem villandi væri að kenna við „afturhvarf til frásagnarinnar". Það er miklu frekar sem hann standi á mót- um sögu og ljóðs og yrki textann þar. Texti á mótum frásagnar og ljóðrænnar tjáningar einkennir einnig önnur verk frá níunda áratugnum sem fyrr voru nefnd, t.d. I sama klefa, Hjartað býr enn í helli sínum, Grámosinn glóir, Tímaþjófinn, Gunnlaðar sögu, Hringsól, Skuggabox og Ég heiti ís- björg, ég erljón. Þessi verk taka frásögnina til endurskoðunar, en upphafsályktun Gísla Sigurðssonar — „Sögur eru einfalt fyrir- bæri“(69) — er þeimfjarri. í þessum skáld- sögum em þrá og ótti persónunnar, sjálfsverunnar, bundin frásögn, en frásögn- in og sjálfsveran leita hvor undan annarri. Sjálfsveran fær ekki fest sig í sögu eða þá að hún er fönguð í einhverri frásögn án þess að eiga þar heima. Innbyrðis uppnám sjálfs- 42 TMM 1992:2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.