Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1992, Qupperneq 46

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1992, Qupperneq 46
hvort sem við álítum okkur vera vaxin upp- úr (eða framúr) módernismanum eða ekki, teldi ég það hrörnunarmerki ef ekki væri áfram stunduð ögrandi nýsköpun í skáld- sagnagerð og gerðar tilraunir með þetta fyr- irbæri sem við köllum „sögu“. Þessi „saga“ hefur nefnilega aldrei farið neitt og þarf þess vegna ekkert að koma „aftur“; hún er hinsvegar lævíst og fjölbreytilegt fyrirbæri og bregður oft á leik með þráð sinn. í þessu sambandi hefði verið við hæfi að fjalla um róttækustu framúrstefnusögur síðustu ára, t.d. Stálnótt Sjóns (1987) og Bygginguna eftir Jóhamar (1988), en til þess gefst ekki tóm að sinni. Það er raunar ekki sjálfgefið að þær fari „framúr“ eldri módemískum sögum eða standi að öðru leyti sér á parti; þessi verk eru hluti þeirrar deiglu sem sagnagerð síðustu ára er. Jafnframt getur verið villandi að fjalla um skáldsagnagerð- ina eina þegar rætt er um hræringar í sagna- gerð á síðustu árum. Það hefur raunar verið allfrjótt skeið í smásagnagerð undanfarið, eins og sjá má af bókum Svövu Jakobsdótt- ur, Gyrðis Elíassonar, Sigfúsar Bjartmars- sonar, ísaks Harðarsonar og Kristínar Omarsdóttur, og þar virðist „sagan“ vera í margvíslegri nýsköpun. VII Viðhorf mitt til sagnagerðar undanfarinna ára samræmist augljóslega ekki þeirri mynd sem Gísli Sigurðsson og Halldór Guðmundsson bregða upp í áðumefndum yfirlitsgreinum. Hinsvegar er rétt að nefna þá höfunda sem þeir virðast helst geta sett í samband við þetta „afturhvarf til frásagn- arinnar“, en það eru þeir Pétur Gunnarsson, Einar Kárason og Einar Már Guðmunds- son. Ekki skal dregið í efa að þessir höfund- ar séu sagnamenn, hver á sinn hátt. Það er og Ijóst að þegar þeir slaka á frásagnarfram- vindu dregur mátt úr verkum þeirra, eins og gerist í Eftirmála regndropanna (1986) eft- ir Einar Má og Hversdagshöllinni (1990) eftir Pétur. (Athyglisvert er að það gerist hinsvegar ekki hjá Þórarni Eldjám í Skuggaboxi, þótt hann sé stundum talinn „náttúrulegur" sagnamaður.) Ekkert er nema gott um það að segja að við höfum eignast góða sagnamenn á liðnum árum, þótt vafasamt sé að þeir hafi valdið „aftur- hvarfi“ í sagnalist. Og raunar tel ég að þegar þessir höfundar hafi risið hæst, Einar Már í Vœngjaslœtti íþakrennum (1983) og Pétur í Sögunni allri (1985), þá sé í verkum þeirra ákveðið samspil sögulegra og and-sögu- legra þátta, í ætt við það sem gerist í öðram skáldsögum níunda áratugarins sem ég hef nefnt. I Sögunni allri er að sjá sem allur bálkur- inn af Andra Haraldssyni sé sprottinn af baráttu sagnfræðings nokkurs við minnis- leysi sitt. Hann gerist því skrásetjari per- sónusögu sinnar og hversdagslífs. Óminnið er óvættur sem sífellt virðist ógna lífsmagni þeirrar sögulegu þróunar sem nefnd er „þroski“. Og þótt hægt sé að berjast við minnisleysið, hneigist Sagan öll að miklum efasemdum um þá söguhyggju sem býr að baki þroskasögunni. „Sjálft hugtakið þroski er haldlaust“, eins og Halldór Guðmunds- son segir um sögu Péturs í áðumefndri grein (bls. 54). Þessa niðurstöðu í sögu Péturs mætti nefna forsendu veigamestu skáldsagna okkar frá síðustu árum. Á bak við þær býr söguleg þrá, hvort sem hún tengist goð- sögu, ævisögu, fjölskyldusögu eða örlaga- sögu úr íslenskri fortíð, en jafnframt rík meðvitund um tímann sem margbrotið og 44 TMM 1992:2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.