Tímarit Máls og menningar - 01.06.1992, Síða 47
órætt afl mannlífsins. Sjálfsveran, sem birt-
ist í höfuðpersónum þessara verka, reynir
að finna sér virkan stað í sögu sinni, en
formgerðin mótast af innri átökum, skynj-
unum, minningum, hugarlífi, sem oft lýtur
ekki lögmálum epískrar framrásar eða sam-
fellu. Inn í frásögnina leitar óreiða tilfinn-
ingalífs, tungumálið bregst við misrökleg-
um áreitum og textinn verður svið hljóms
og mynda sem láta ekki endilega undirskip-
ast sögulegri framvindu. Þama hygg ég að
við séum að nálgast samkenni helstu lista-
verka í skáldsagnagerð síðasta áratugar:
frásagnarhættir þeirra em sveigðir að
myndmáli og lýrískri tjáningu.
Athugasemdir og tilvitnanir
1. I greininni „Fyrsta nútímaskáldsagan og módem-
isminn" í hausthefti Skímis 1988 fjalla ég meðal
annars um Tómas Jónsson metsölubók (1966)
eftir Guðberg Bergsson sem verk er skipti meg-
inmáli í tilurð samfellds módemísks viðmiðs í
íslenskri skáldsagnagerð (en ekki í íslenskum
bókmenntum almennt, eins og skilja má af orðum
Páls Valssonar í nýlegri bók hans, þar sem hann
kveður mig þeirrar skoðunar að „eiginlegar nú-
tímabókmenntir verði ekki til að neinu marki fyrr
en með Tómasi Jónssyni metsölubók [ . . . ]“.
Þögnin er eins og þaninn strengur. Þróun og
samfella í skáldskap Snorra Hjartarsonar (Stu-
dialslandica48). Reykjavík 1990.Bls. 15).Mód-
emismi mddi sér talsvert fyrr til rúms í bæði
ljóðlist og smásagnagerð.
2. Hér er gert ráð fyrir hugmyndum og viðhorfum
sem rikjandi vom á þeim tíma. Sögulegt sköpulag
skáldsögunnar er að sjálfsögðu skilyrt af sjónar-
hóli þess sem les í breiðum dráttum, þannig að
jafnskjótt og einhver tekur t.d. að skilja ýmis verk
Þórbergs Þórðarsonar sem „skáldsögur" breytist
mynd þess túlkanda af þróun skáldsagnagerðar.
En sé mið tekið af bókmenntalegum viðtökum á
hverjum tíma, viðteknum hugmyndum um hvað
sé „skáldsaga“, verður að líta á verk Þórbergs sem
andófsumbrot í sagnalist sem á sköpunartíma
sínum sækir sér meðal annars afl í það að vera
„ekki skáldsaga“. Sjá varðandi Þórberg grein
mína „Baráttan gegn vemleikanum" í hausthefti
Skírnis 1989 (bls. 293-314), og grein Péturs
Gunnarssonar, „Þórbergur og skáldsagan" í
Tímariti Máls og menningar 1989:3 (bls. 319-
325).
3. Guðbergur Bergsson: Anna. Reykjavík (Helga-
fell) 1969. Bls. 249.
4. Gísli Sigurðsson: „Frá formi til frásagnar. Munn-
menntir, bókmenntasaga og íslenskur sagna-
skáldskapur 1980-1990“, TTmarit Máls og
menningar 1992:1. Bls. 69-78. Eftirleiðis verður
vísað til þessarar greinar með blaðsíðutali í svig-
um innan meginmáls.
5. HalldórGuðmundsson: „Sagan blífur. Sitthvaðum
frásagnarbókmenntir síðustu ára“, Timarit Máls
og menningar 1991:3. Bls. 50 og 51. Frekari
blaðsíðuvísanir í þessa grein eru innan megin-
máls.
6. Nefna má hér sem dæmi viðhorf Johns Barths,
Umbertos Ecos, Suzi Gablik og Fredrics
Jamesons, sbr. grein mína, „Hvað er póstmódem-
ismi? Hvernig er byggt á rústum?“, Tímarit Máls
og menningar 1988:4. Bls. 436-437 og 442-447.
7. Sbr. greinar hans, „Markaður, ríki, bókmenntir"
og „Blekking og þekking“ í Myndir á sandi,
Reykjavík (Bókmenntafræðistofnun Háskóla Is-
lands) 1991. Bls. 14-54.
8. Sbr. umrædda grein mína, „Myndbrot frá bam-
æsku. í tilefni af sögum Gyrðis Elíassonar".
Skírnir 1990, hausthefti. Bls. 473. í greininni
vitna ég (bls. 472) f viðtal við Helgu Kress þar
sem hún segir unga karlhöfunda hafa orðið fyrir
áhrifum af Jóni Oddi og Jóni Bjama. Hún segir
ekki að þessir höfundar sæki sjálfa hugmyndina
að bemskusögum sínum til Guðrúnar Helgadótt-
ur, þannig að „kenningu" sína hefur Gísli ekki
sótt til Helgu frekar en mín.
9. Pétur Gunnarsson: [Ritdómur um Gunnlaðar
sögu]. Skímir 1988, vorhefti. Bls. 202.
10. Ég er hér ekki að gefa í sky n að lesandi sé endilega
óvirkur er hann les t.d. hefðbundna raunsæissögu,
en þær sögur sem ég vísa til búa yfir formgerð
sem gerir kröfur til lesandans um róttæka þátttöku
í samfellingu þeirra þráða og brota sem úr verður
saga.
TMM 1992:2
45