Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1992, Síða 66

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1992, Síða 66
Tíminn í myndinni hefur líka valdið okk- ur heilabrotum. Þótt tíminn sé kyrr er hann stöðugt rofinn af snöggum hreyfingum. Af þeim sökum hefur okkur dottið í hug að myndefnið sem dregið hefur verið upp sé tengt nóttinni, næturtilfinningu eða draum- um, því að í hugarheimi okkar eru nóttin og draumur kyrrð, hvíld á hreyfíngu. Hvers vegna er myndin þá ekki höfð ein- lit, bara svört eins og nóttin? Það stafar af því að þetta er ekki óhlut- bundin mynd. Á henni eru mannverur eða formtákn sem koma í staðinn fyrir þær. Það að myndin er aðeins í tveimur litum, svörtum og hvítum, einfaldar kannski hlut- ina fyrir sjónina (henni er léttara að skoða tvo liti en marga hlið við hlið eða marga liti, hvem í öðrum eða í gagnsæi) en þetta auð- veldar manni ekki skilninginn. Tvílit mynd getur verið jafn flókin fyrir vitið og sú sem er marglit og saman sett hvað litina varðar. Hið einfalda er ekki einfalt. Það verður leitt í ljós síðar í þessum orðum. Ef við skoðum myndina örlítið nánar og leiðum hugann frá litunum, sjáum við strax að á henni em tvær verur: önnur til hægri, hin til vinstri. í fljótu bragði virðast vemm- ar vera mannverur, en þær eru afar stílfærð- ar. Líklega er þetta fremur „innihald“ eða túlkun mannverunnar en beinlínis ytri form hennar, þ.e.a.s. þau sem við getum séð með bemm augum. Þess vegna er stíllinn örlítið í anda expressjónismans. Málarar sem að- hylltust hann reyndu að lýsa svonefndum „innri alheimi". Málarinn beitir innsæi sínu við gerð verksins. Og innsæið er tíu sinnum betra en það að vita, ef marka má ummæli málarans Nolde. Við látum því sem vind um eyrun þjóta þótt einhver segi sem þykist vita hvemig formgerð mannsins er, bæði sú innri og ytri: „Svona eru ekki neinar Iifandi vemr.“ Þær eru ekki þannig í útliti eða að innri gerð heldur aðeins í innsæi listmálarans. Innsæið er hverjum manni eðlisbundið og verður að lúta stílvilja eða formskyni hvers og eins. Þannig skynjum við og skiljum myndina á okkar hátt en ekki algerlega eftir höfði málarans. Jafnt er á komið með verunum hvað litinn varðar, báðar eru í svörtu og hvítu. Aftur á móti er útlit þeirra gerólíkt, formin eða formgerðin. Sú til hægri er mýkri, línumar em bognari. Þær bylgjast. Hin veran er öllu hvassari. Hún er úr þrihymdum formum sem liggja á ýmsa vegu. Auk þess er hún á hreyfingu. Hún stefnir að hinni verunni, sem situr kyrr. Bylgjurnar koma ekki til móts við hvössu formin. Við sjáum því að í myndinni er hreyfing frá vinstri til hægri. Veran til vinstri leitar á hina og hún er þegar komin talsvert frá vinstri hlið myndarinnar. Hún er ekki að leggja af stað. Hún hefur þegar stigið nokkur skref í átt til hinnar. Myndin er ekki aðeins köld eða vits- munaleg niðurröðun forma. í henni er ákveðin tilfinning. Hún lýsir eflaust sál- rænu ástandi með táknum eða vinnubrögð- um sem gefa áhorfandanum tækifæri til þess að túlka efni hennar og innihald. Að vísu er hún ekki í dæmigerðum ex- pressjónískum stíl. Hún er blönduð. Af þeim sökum drögum við þá ályktun að hún hafi verið gerð á síðari hluta þessarar aldar, ekki fyrri helmingi hennar, þegar hinn hreini expressjónismi ríkti. Vegna áleitni verunnar til vinstri (heldur hún með táknrænum hætti á hjartanu í lófa tilfinninganna?) sjáum við að hún er líklega í eðli sínu athafnasöm og lætur ekki við neitt sitja. Hin táknveran er í kyrrstöðu og lætur við það sitja að hreyfingin komi til a 64 TMM 1992:2
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.