Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1992, Síða 82

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1992, Síða 82
annars staðar, liggja vegir til allra átta. Þar er ekki mögulegt að afgirða ákveðið svæði, benda þangað og segja við rithöfunda: „Setjist að hér og þá fer vel.“ Það hljómar grunsamlega líkt fundi G-blettsins og ég hef ekki trú á að hann fínnist innan bók- menntaheimsins. Og svo valsað sé frá einum fræðimanni til annars þá kýs ég að halda fram svipuðu viðhorfí og kemur fram í grein Gísla Sig- urðssonar „Frá formi til frásagnar“ (TMM 1992:1) en þar leggur hann ríka áherslu á að skáldverk „geymi vel sagða sögu, séu hnyttin og vel skrifuð" (78). Það er helst að skilji á milli okkar Gísla þegar kemur að þætti kímninnar því þá fínnst mér hann tekinn að gæla full djarflega við áðumefnd- an G-blett. Kímni er ekki frumatriði í skáldskap. Prýðileg skáldverk, og reyndar býsna mörg, hafa verið skrifuð af fúllyndum rithöfund- um. Það er engin þörf á að réttlæta hin kímniríku skáldverk síðustu ára með því að segja kímnina vera ómissandi þátt hvers skáldverks. Hitt er annað að í kímninni býr ákveðinn fmmleiki samfara sveigjanlegri lífssýn. Rithöfundur með kímnigáfu lætur síst af öllu að sér hvarfla að hann sé hand- hafi algilds sannleika, slík hugsun kemur aðeins til húmorsleysingjans. Kímnigáfuna ætti ætíð að taka alvarlega því ákveðin lík- indi em milli hennar og víðsýninnar. Kímni er aðferð notuð til að koma boðskap á framfæri. En boðskapur hefur aldrei einn sér tryggt gott skáldverk. Það sem öllu varðar er listræn úrvinnsla efnis. Aðferðin við að setja sögu á blað byggir nefnilega á því að raða orðum á þann hátt að þau hrífi. Og orðin sem rithöfundurinn velur vísa á afstöðu hans. Vel skrifuð bók er vel hugsuð bók og þess vegna góð bók. Með það sjónarmið að leið- arljósi vil ég nú leggja mat á þau fjögur skáldverk síðasta árs sem mér þykja helst tíðindum sæta. *** Við búum tveir saman feðgarnir og svo þessir andar. Gyrðir Elíasson: Heykvísl og gúmmískór Þeir sem lesa bókmenntir eins og félags- fræði geta hæglega stutt það rökum að fantasían sé flóttaleið draumóramannsins, draumkennt fálm sem sé í sjálfu sér inni- haldslítið. Um leið gæti sá sami jarðbundni lesandi gert hróp að Shakespeare og sakað hann um innihaldslaust ról í Jónsmessunæt- urdraumi en þar sitja álfar á hverjum hól. Til slíks lesanda er vænlegast að senda orð Hamlets: „Það er meira á himni og jörðu Hóras en heimspekina þína dreymir um.“ Vissulega var fantasían aldrei sköpuð af Hórösum heimsins sem kjósa að skilja alla hluti jarðlegum skilningi. Hún er rituð af þeim sem trúa á mátt og rétt ímyndun- araflsins til að smíða eigin heimsmynd þar sem fæst lýtur „vísindalegum“ lögmálum. í Heykvísl og gúmmískóm hefur Gyrðir Elíasson skapað undraheim sem sækir sitthvað til ævintýrsins og verkið virðist stundum hugsað sem eins konar hylling til þess. En fyrst og fremst er þetta hugsmíð sköpuð til að gegna ákveðnu tilfinninga- legu hlutverki. Henni er ætlað að hrífa lesandann og fá hann til að viðurkenna ann- ars konar lífssýn en þá sem hann ber augum daglega. Gömul kona deyr, fær vængi og flýgur á 80 TMM 1992:2
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.